Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 20. apríl 2016 09:30
Fótbolti.net
Líklegt byrjunarlið Víkings R. - Gary og Viktor frammi
Viktor Bjarki er nýr fyrirliði Víkings.
Viktor Bjarki er nýr fyrirliði Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vladimir Tufegdzic.
Vladimir Tufegdzic.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Við teljum niður í Pepsi-deildina með því að kynna liðin til leiks eftir því hvar þeim er spáð. Við veltum fyrir okkur líklegum byrjunarliðum í upphafi móts. Víkingi R. er spáð sjötta sætinu í sumar en hér má sjá líklegt byrjunarlið Víkings.


Róbert Örn Óskarsson kom til Víkings frá FH í vetur og hann mun standa á milli stanganna. Varamarkvörður er síðan Kristófer Karl Jensson.

Davíð Örn Atlason vakti athygli í hægri bakverði í fyrra en hann fær harða samkeppni frá Dofra Snorrasyni. Igor Taskovic og Alan Löwing verða í hjarta varnarinnar en Arnþór Ingi Kristinsson getur líka spilað þar. Ívar Örn Jónsson verður síðan í vinstri bakverðinum en Halldór Smári Sigurðsson getur líka spilað þar sem og í miðverði og á miðjunni.

Víkingar hafa mikið verið að breyta um leikkerfi í vetur en líklegt er að 4-4-2 verði ofan í byrjun móts frekar en eitthvað annað. Vladimir Tufegdzic og Alex Freyr Hilmarsson byrja þá á köntunum en sá síðarnefndi kom til Víkings frá Grindavík í vetur. Viktor Bjarki Arnarsson, nýr fyrirliði Víkings, er á miðjunni ásamt Iain Williamson sem kom frá Val. Alex Freyr, Arnþór Ingi og Igor geta einnig farið inn á miðjuna ef forföll eru þar.

Gary Martin byrjar frammi ásamt Viktori Jónssyni sem er kominn aftur í Fossvoginn eftir að hafa raðað inn mörkum á láni hjá Þrótti í fyrra. Andri Rúnar Bjarnason, Erlingur Agnarsson, Óttar Magnús Karlsson og Stefán Þór Pálsson berjast einnig um stöðurnar í fremstu víglínu og á köntunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner