fim 20. apríl 2017 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ander Herrera: Ég má ekki sofna á verðinum
Hefur verið öflugur.
Hefur verið öflugur.
Mynd: Getty Images
Ander Herrera, miðjumaður Manchester United, segist enn áhyggjufullur yfir því að missa sæti sitt í liðinu. Hann hefur verið einn allra besti leikmaður liðsins á tímabilinu.

Spánverjinn, sem gekk í raðir United frá Athletic Bilbao árið 2014, hefur leikið 42 leiki á þessu tímabili, einum meira en á öllu síðasta tímabili. Hann hefur heillað Jose Mourinho, stjóra liðsins.

Hinn 27 ára gamli Herrera lagði upp fyrra mark Man Utd gegn Chelsea um helgina með lúxussendingu og skoraði það seinna. Hann var með Eden Hazard, einn besta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar, í strangri gæslu og Hazard komst ekkert áleiðis.

„Ég verð að halda áfram og gefa það sem þjálfarinn vill að ég gefi," sagði Herrera við heimasíðu rauðu djöflana.

„Það eru frábærir leikmenn hérna og Man Utd getur fengið stóra bita til sín, þannig að ég má ekki sofna á verðinum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner