Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 20. apríl 2017 08:00
Fótbolti.net
Spá Fótbolta.net fyrir Pepsi-deild kvenna: 4. sæti
Þór/KA er spáð 4. sætinu.
Þór/KA er spáð 4. sætinu.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Sandra Stephany Gutierrez var öflug í fyrra.
Sandra Stephany Gutierrez var öflug í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Keppni í Pepsi-deild kvenna hefst 27. apríl næstkomandi. Fótbolti.net mun næstu dagana opinbera spá fyrir deildina í sumar en liðin verða kynnt eitt af öðru næstu dagana. Í dag er komið að liði Þórs/KA sem er spáð 4. sætinu.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. Þór/KA
5. ÍBV
6. KR
7. Grindavík
8. FH
9. Fylkir
10. Haukar

4. Þór/KA
Lokastaða í fyrra: 4. sæti í Pepsi-deild
Þór er spáð sama sæti og liðið endaði í á síðasta tímabili. Í sumar var samstarf Þórs og KA í uppnámi en á endanum var skrifað undir nýjan samstarfssamning. Þór/KA mætir því til leiks í sumar en liðið spilar í nýjum svörtum búningum. Um er að ræða hlutlausa búninga en liðið lék áður í búningum sem voru eins og búningur Þórs.

Þjálfarinn: Halldór Jón Sigurðsson, Donni, tók við Þór/KA síðastliðið haust eftir að hafa áður þjálfað karlalið Þórs undanfarin tvö ár. Donni hefur á ferlinum einnig þjálfað Tindastól og verið aðstoðarþjálfari Vals. Hann tók við Þór/KA af Jóhanni Kristni Gunnarssyni sem hafði stýrt liðinu undanfarin fimm tímabil.

Styrkleikar: Líkt og í fyrra verða þrjár mexíkóskar landsliðskonur í hópnum og þær styrkja liðið mikið. Sandra Stephany Gutierrez er ein þeirra en hún var einn besti leikmaður deildarinnar í fyrra. Heimavöllurinn var öflugur á síðasta tímabili en Þór/KA tapaði einungis einum leik þar og bauð oft upp á markaveislur. Umgjörðin í kringum liðið er góð og metnaður til að taka þátt í toppbaráttunni.

Veikleikar: Sandra María meiddist á Algarve mótinu með landsliðinu og missir af byrjun móts. Það er mikill missir. Spurning er hvort breiddin í hópnum sé nægilega mikil til að blanda sér af alvöru í toppbaráttuna. Þá hafa ekki margir leikmenn í liðinu reynslu af toppbaráttu en fáir leikmenn eru eftir úr Íslandsmeistaraliðinu árið 2012.

Lykilmenn: Lillý Rut Hlynsdóttir, Sandra María Jessen, Sandra Stephany Gutierrez.

Gaman að fylgjast með: Margrét Árnadóttir er ungur og efnilegur leikmaður sem fær stærra hlutverk í byrjun móts á meðan Sandra María Jessen jafnar sig af meiðslum.

Komnar:
Bianca Elissa Sierra frá Noregi
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir frá ÍBV

Farnar:
Aurora Cecilia Santiago Cisneros
Írunn Þorbjörg Aradóttir í Stjörnuna
Karen Nóadóttir hætt

Fyrstu leikir Þórs/KA
27. apríl Þór/KA - Valur
2. maí Þór/KA - Breiðablik
7. maí Fylkir - Þór/KA
Athugasemdir
banner
banner