Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 20. apríl 2017 17:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Man Utd og Anderlecht: Zlatan og Shaw byrja
Zlatan snýr aftur í lið Man Utd
Zlatan snýr aftur í lið Man Utd
Mynd: Getty Images
Allir fjórir leikirnir í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar hefjast kl. 19:05 í kvöld. Aðalleikurinn er á Old Trafford þar sem Manchester United og Anderlecht mætast í vonandi hörkuleik.

Fyrri leikur liðanna endaði með 1-1 jafntefli í Belgíu og það verður fróðlegt að sjá hvort liðið fer áfram í undanúrslit í kvöld.

Byrjunarlið Man Utd er áhugavert. Þeir stilla upp í frekar hefðbundið 4-2-3-1, en það lítur allavega þannig út.

Í markinu er Sergio Romero og Luke Shaw er í vörninni. Pogba og Carrick eru á miðjusvæðinu, en Ander Herrera er á bekknum. Zlatan Ibrahimovic snýr aftur í fremstu víglínu.

Hér að neðan má sjá bæði byrjunarlið, en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst eins og áður segir kl. 19:05, rétt eins og þrír aðrir leikir.

Byrjunarlið Man Utd: Romero, Valencia, Bailly, Rojo, Shaw, Pogba, Carrick, Lingard, Mkhitaryan, Rashford, Ibrahimovic.
(Varamenn: De Gea, Rooney, Martial, Blind, Young, Herrera, Fellaini)

Byrjunarlið Anderlecht: Martinez, Appiah, Kara, Spajic, Obradovic, Dendoncker, Tielemans, Acheampong, Chipciu, Hanni, Teodorczyk.
(Varamenn: Boeckx, Deschacht, Bruno, Nuytinck, Capel, Kiese Thelin, Stanciu)






Leikir kvöldsins:
19:05 Man Utd - Anderlecht (Stöð 2 Sport)
19:05 Genk - Celta Vigo
19:05 Schalke - Ajax (Stöð 2 Sport 2)
19:05 Besiktas - Lyon (Stöð 2 Sport 3 - Opin dagskrá)
Athugasemdir
banner
banner
banner