Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 20. apríl 2017 20:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Dómari El Clasico: Eins og hver annar leikur
Alejandro Hernandez mun halda um flautuna í El Clasico
Alejandro Hernandez mun halda um flautuna í El Clasico
Mynd: Getty Images
Á sunnudagskvöld mætast tvö af stærstu félögum heims í leik sem margir hafa beðið spenntir eftir en þá heimsækir Barcelona erkifjendur sína í Real Madrid, en leikir liðanna er yfirleitt kallaður El Clasico.

Alejandro Hernandez heldur um flautuna í leiknum og fær það vandasama verk að halda leikmönnum liðanna á mottunni en yfirleitt er mikill hiti í leikjum liðanna.

Þetta er annar El Clasico sem Hernandez dæmir og segir hann að þetta verði eins og hver annar leikur.

„Ég mun nálgast leikmenn líkt og ég geri venjulega. Ég hef nú þegar stjórnað El Clasico einu sinni, í Barcelona og nú er ég tilbúinn til þess að takast á við það aftur," sagði Hernandez.

Hernandez viðurkennir að hann muni líklega gera einhver mistök í leiknum.

„Ég mun gera mitt besta til þess að gera allar ákvarðanir réttar því fyrir okkur er þetta tækifæri til þess að sýna gæði okkar."
Athugasemdir
banner
banner