banner
   fim 20. apríl 2017 21:10
Magnús Már Einarsson
Draumaliðsdeild Eyjabita - Árni Vill velur sitt lið
Svona er liðið hjá Árna.  Smelltu á myndina til að sjá liðið stærra.
Svona er liðið hjá Árna. Smelltu á myndina til að sjá liðið stærra.
Mynd: Draumaliðsdeild Azazo
Árni Vilhjálmsson fagnar marki með Gísla Eyjólfssyni.  Gísli er í draumaliðinu hjá Árna.
Árni Vilhjálmsson fagnar marki með Gísla Eyjólfssyni. Gísli er í draumaliðinu hjá Árna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Eyjabiti
Skráning er í fullum gangi í Draumaliðsdeild Fótbolta.net og Eyjabita. Keppni í Pepsi-deild karla hefst sunnudaginn 30. apríl og hægt er að búa til lið fram að þeim tíma.

Árni Vilhjálmsson gladdi marga þjálfara í Draumaliðsdeildinni í fyrra með mörkum síðari hluta tímabils með Breiðabliki.

Árni er nú á mála hjá Jönköpings í Svíþjóð en hann hefur sett saman draumalið sitt í Draumaliðsdeild Eyjabita.

Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!

Markið: Auðveldast að velja þessa stöðu. Gulli Gull (Breiðablik) er fastamaður í byrjunarliði hjá mér og einnig fyrirliði. Hann kann leikinn út og inn, ekki mörg mörk sem hann mun fá á sig í sumar.

Vörn: Guðmann Þóris (KA) tæklar miðjuna í þriggja manna vörn hjá mér. Hann er loksins hættur að fá spjöld fyrir kjaftbrúk og buinn að þroskast aðeins, enda orðinn þrítugur maður! Ég set síðan Bjarna Ólaf (Valur) við hliðina á Guðmanni ásamt Indriða Sig (KR). Það er reynsla í þeim báðum. Bjarni Ólafur leggur upp og Indriði skorar alltaf nokkur mörk.

Miðjan Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) fær vinstri kantinn hjá mér. Hann er einnig varafyrirliði. Það vita allir hvað hann getur og svo er hann líka að safna krullum aftur sem gefur honum mikinn styrk inn á vellinum. Hann á eftir að eiga gott timabil. Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) er hliðina á honum. Það er maður sem fólk þarf að fylgjast með. Ef hann vill þá yrði hann besti leikmaður deildarinnar. Allt undir honum komið. Finnur Orri (KR) verður með Gísla á miðjunni. Hann verður þrællinn hans Gísla og hleypur út um allt og brítur niður sóknir. Ég er einnig eini maðurinn í heiminum sem hef bullandi trú á því að Finnur setji inn nokkur mörk í sumar. Hægri kanturinn fer á Ragnar Braga (Vikingur). Hann er kominn á góðan stað með góðan þjálfara sem mun ná öllu úr honum sem þarf. Hann er upp og niður kantinn, einnig um hann leggja upp mörk og pota inn mörkum í leiðinni.

Sókn: Elfar Árni (KA) myndi drepast fyrir liðið sitt og mun hann gera allt til þess að leggja upp og skora. Kristján Flóki (FH) Hann er búinn að vera heitur í vetur og mun taka það með sér inn í seasonið. Atli Viðar (FH) þarf eitthvað að segja um hann? Fyrsti sóknarmaður á blað hjá mér. Hann skilar alltaf sínum mörkum. Hann þarf sirka hálftima á seasoni en klárar samt sín 8-10 mörk. Ótrulega klókur leikmaður.

Varamenn: Sindri S (KR) Hann sér um að allir séu vel dressaðir í leiki hja mér og er gæi sem ég og Willum treystum á að muni gefa okkur aukastig í sumar. Sindri Snær (ÍBV) Góður leikmaður sem mun stíga upp í sumar þegar Eyjamenn þurfa á því að halda. Davíð Atla (Vikingur) Hann slær í gegn í sumar, nokkuð bókað. Jón Jónsson (FH) hann er alltaf í boltanum á Twitter og ég fylgist grimmt með því hvernig hann æfir. Hefur æft vel í vetur, hef mikla trú á honum í sumar.

Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!

Sjá einnig:
Draumaliðsdeild Eyjabita - Tómas Þór velur sitt lið
Draumaliðsdeild Eyjabita - Kristinn Freyr velur sitt lið
Draumaliðsdeild Eyjabita - Viðar Ari velur sitt lið
Athugasemdir
banner
banner
banner