Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fim 20. apríl 2017 19:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Eiður Smári og Hasselbaink snúa aftur
Eiður Smári og Hasselbaink voru magnaðir saman hjá Chelsea
Eiður Smári og Hasselbaink voru magnaðir saman hjá Chelsea
Mynd: Getty Images
Gömlu samherjarnir Eiður Smári Guðjohnsen og Jimmy Floyd Hasselbaink munu snúa aftur til Chelsea fyrir undanúrslitaleikinn gegn Tottenham á laugardag en þeir munu sjá um að gera upp leikinn að honum loknum.

Skemmtilegt myndband er af þeim á heimasíðu Chelsea en það má sjá hér.

Eiður Smári og Hasselbaink léku saman hjá Chelsea á árunum 2000-2004 en þeir voru eitrað tvíeyki á sínum tíma og skoruðu fjölda marka. Þeir fara fögrum orðum um hvorn annan í myndbandinu.

„Ég og Eiður vorum á eldi, skoruðum einhver 55 mörk saman. Ég held að þú munir ekki sjá betra tvíeyki í langan tíma, ekki bara hjá Chelsea, heldur einnig í úrvalsdeildinni," sagði Hasselbaink.

„Það virtist vera eitthvað flæði á milli okkar og neistar á milli okkar. Við vorum svo kröftugir. Fyrir mig var alltaf auðvelt að finna hann," sagði Eiður Smári.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner