Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 20. apríl 2017 21:37
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Evrópudeildin: Rashford skaut Man Utd í undanúrslit
Rashford fagnar sigurmarki sínu
Rashford fagnar sigurmarki sínu
Mynd: Getty Images
Framlengja þurfti í þremur leikjum af fjórum í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Það var Marcus Rashford sem skaut Manchester United í undanúrslitin eftir góðan snúning inn í teig.

Manchester United sótti og sótti í framlengingunni og loks skilaði það sér á 107. mínútu.

Undir lok venjulegs leiktíma varð Zlatan Ibrahimovic fyrir því óláni að meiðast og þurfti hann að yfirgefa völlinn. Ekki er vitað hve lengi hann verður frá vegna meiðslanna en þau litu ekki alltof vel út.

Það leit allt vel út er Daniel Caligiuri kom Schalke í 3-0 á 101. mínútu gegn Ajax. Joel Veltman, leikmaður Ajax fékk að líta á rauða spjaldið er tíu mínútur voru til leiksloka. Þrátt fyrir mismuninn tókst Ajax að skora hið mikilvæga útivallarmark á 110. mínútu en það gerði Nick Viergever. Það var svo Amin Younes sem gulltryggði undanúrslitasæti Ajax með marki á 120. mínútu.

Það var stál í stál í Tyrklandi í leik Besiktas og Lyon þar sem þurfti að framlengja og grípa til vítaspyrnukeppni. Liðin skoruðu úr sex fyrstu spyrnunum og þá dró til tíðinda. Besiktas klúðraði sjöunda víti sínu og átti Lyon því tækifæri til þess að vinna leikinn. Það gekk ekki því Jallet skaut yfir markið.

Vítaspyrnukeppnin hélt því áfram. Besiktas klúðraði næstu vítaspyrnu sinni og skoraði Gonalons í næstu spyrnu og tryggði Lyon sigurinn.

Manchester United, Lyon og Ajax bætast því í pottinn en fyrir var Celta Vigo þar. Dregið verður í undanúrslit á morgun.

Manchester Utd 2 - 1 Anderlecht (3-2)
1-0 Henrikh Mkhitaryan ('10 )
1-1 Sofiane Hanni ('32 )
2-1 Marcus Rashford ('107 )

Schalke 04 3 - 2 Ajax (3-4)
1-0 Leon Goretzka ('53 )
2-0 Guido Burgstaller ('56 )
3-0 Daniel Caligiuri ('101 )
3-1 Nick Viergever ('110 )
3-2 Amin Younes ('120 )
Rautt spjald:Joel Veltman, Ajax ('80)

Besiktas 2 - 1 Lyon (3-3 - Lyon vann í vítaspyrnukeppni)
1-0 Anderson Talisca ('27 )
1-1 Alexandre Lacazette ('35 )
2-1 Anderson Talisca ('58 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner