banner
   fim 20. apríl 2017 15:00
Elvar Geir Magnússon
Fylgjendum myndbandadómgæslu fjölgar ört
Þeim sem vilja myndbandatækni í dómgæslu fjölgar ört.
Þeim sem vilja myndbandatækni í dómgæslu fjölgar ört.
Mynd: Twitter/Samsett
Viðamiklar tilraunir með notkun á myndbandatækni við dómgæslu eru í gangi og þegar er farið að nota tæknina í ýmsum mótum.

Dómarar eiga erfitt með að höndla aukinn hraða í stærstu fótboltamótum heimsins og sífellt fleiri kalla á að myndbandatæknin verði notuð til að hjálpa dómurum í atvikum sem ráðið geta úrslitum.

Eftir að stór vafaatriði féllu gegn Bayern München í leiknum gegn Real Madrid í Meistaradeildinni fór þessi umræða aftur á fullt skrið.

Ljóst er að talsmenn þess að myndbandatæknin verði tekin til notkunar í stærstu leikjum Evrópu fer ört fjölgandi. Samkvæmt skoðanakönnun Fótbolta.net á Twitter eru 67% lesenda í þeim hópi.

Í svipaðri könnun sem gerð var í desember voru 52% lesenda fylgjendur myndbandatækninni í stærstu leikjum.

Þeir sem tala á móti myndbandatækninni telja fótbolta eigi að spila eins hvar sem er í heiminum og þá benda þeir á að myndbandatæknin sé ekki orðin það þróuð að hún valdi ekki umtalsverðum töfum á leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner