Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
laugardagur 27. apríl
Besta-deild kvenna
þriðjudagur 23. apríl
föstudagur 19. apríl
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
þriðjudagur 26. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
miðvikudagur 24. apríl
Championship
Coventry 2 - 2 Hull City
Úrvalsdeildin
Man Utd 1 - 2 Sheffield Utd
Crystal Palace 1 - 0 Newcastle
Everton 1 - 0 Liverpool
Wolves 0 - 1 Bournemouth
Division 1 - Women
PSG (kvenna) 1 - 1 Paris W
Dijon W 1 - 1 Reims W
Le Havre W 1 - 3 Fleury W
Lyon 2 - 1 Guingamp W
Montpellier W 4 - 0 Saint-Etienne W
Lille W 1 - 2 Bordeaux W
National cup
Atalanta 1 - 0 Fiorentina
Úrvalsdeildin
Zenit 0 - 2 Rubin
FK Krasnodar 3 - 2 Baltica
Nizhnyi Novgorod 2 - 3 Lokomotiv
Orenburg 1 - 2 Dinamo
fim 20.apr 2017 13:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Fyrirliðinn sem var í B-liði fyrir þremur árum

„Ég skil þetta eiginlega ekki sjálfur. Þetta gerðist svo hratt að ég átta mig varla á þessu. Þetta kom sjálfum mér rosalega á óvart,“ segir Hans Viktor Guðmundsson, fyrirliði Fjölnis í Pepsi-deildinni um ótrúlega breytingu á fótboltaferli sínum undanfarin ár. 26.september árið 2014 var Hans í liði Fjölnis sem varð Íslandsmeistari í B-liðum í 2. flokki. Hans var þá að klára miðárið í 2. flokki. Síðan þá hefur Hans brotist inn í hópinn hjá Fjölni, fest sig í sessi í byrjunarliðinu, fengið fyrirliðabandið og unnið sér inn fast sæti í U21 árs landsliðinu.

,Mér fannst ég alltaf vera góður í fótbolta og ég hafði alltaf trú á mér.  Ég ætlaði að standa mig vel í 2. flokki og mæta síðan á æfingar með meistaraflokki.  Þetta gerðist síðan mun hraðar.
,Mér fannst ég alltaf vera góður í fótbolta og ég hafði alltaf trú á mér. Ég ætlaði að standa mig vel í 2. flokki og mæta síðan á æfingar með meistaraflokki. Þetta gerðist síðan mun hraðar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Einn daginn var ég að vakna þegar ég var með endalaust af messageum á Facebook.  Þá voru allir að óska mér til hamingju.  Ég vissi ekki neitt.
,,Einn daginn var ég að vakna þegar ég var með endalaust af messageum á Facebook. Þá voru allir að óska mér til hamingju. Ég vissi ekki neitt.
Mynd/Fótbolti.net - J.L.
,,Það er draumurinn að fara út í atvinnumennsku og reyna að gera eitthvað þar.
,,Það er draumurinn að fara út í atvinnumennsku og reyna að gera eitthvað þar.
Mynd/Fótbolti.net - J.L.
,,Þetta byrjaði eftir að ég skoraði tvö mörk á móti HK í öðrum flokki.  Þá tweetaði einhver Hroka Hans og þetta hefur verið grín inn á milli síðan þá.“
,,Þetta byrjaði eftir að ég skoraði tvö mörk á móti HK í öðrum flokki. Þá tweetaði einhver Hroka Hans og þetta hefur verið grín inn á milli síðan þá.“
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég held að við munum berjast aftur um Evrópusæti. Við misstum leikmenn sem spiluðu stórt hlutverk en við höfum fengið menn inn og það er verið að setja meira traust á yngri leikmennina. Ég held að við verðum með mjög góðan hóp í sumar.“
„Ég held að við munum berjast aftur um Evrópusæti. Við misstum leikmenn sem spiluðu stórt hlutverk en við höfum fengið menn inn og það er verið að setja meira traust á yngri leikmennina. Ég held að við verðum með mjög góðan hóp í sumar.“
Mynd/Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Ég var yfirleitt í B-liði í yngri flokkunum. Í lok 2. flokks byrjaði ég að stíga upp og þá fór ég að spila með A-liðinu. Ég var að fara á síðasta árið í 2. flokki og vissi að ári síðar tæki maður skrefið í meistaraflokk. Ég ákvað að gefa meira í þetta og byrjaði að lyfta og styrkja mig til að geta verið í baráttunni,“ segir hinn tvítugi Hans um ótrúlegan uppgang sinn undanfarin ár.

Eftir sumarið 2014 í B-liði í 2. flokki var Hans ákveðinn í að ná lengra. „Mér fannst ég alltaf vera góður í fótbolta og ég hafði alltaf trú á mér. Ég ætlaði að standa mig vel í 2. flokki og mæta síðan á æfingar með meistaraflokki. Þetta gerðist síðan mun hraðar. Um jólin 2014 byrjaði ég að mæta á fyrstu æfingarnar með meistaraflokki.“

Spilaði í Pepsi-deildinni átta mánuðum eftir B-liðsleik
Vorið 2015 spilaði Hans sinn fyrst leik í Pepsi-deildinni og það sumar var hann í lykilhlutverki í 2. flokki auk þess að vera á bekknum hjá meistaraflokki. Í fyrra vann hann sér síðan inn sæti í byrjunarliði Fjölnis síðari hluta móts. Það varð til þess að hann fékk tækifæri í U21 árs landsliðshópnum síðastliðið haust.

„Einn daginn var ég að vakna þegar ég var með endalaust af messageum á Facebook. Þá voru allir að óska mér til hamingju. Ég vissi ekki neitt,“ segir Hans þegar hann rifjar upp fyrsta skipti sem hann var valinn í U21 árs landsliðið.

Hans segist hafa náð að styrkjast mikið þegar leið á 2. flokkinn auk þess sem hann varð hávaxnari, en í dag er hann 193 cm á hæð. „Þegar ég var að stækka þá hafði ég ekki alveg stjórn á líkamanum. Ég varð síðan stærri, sterkari og náði betri stjórn á hreyfingunum.“

„Ég tók ákvörðun um áramótin að ég ætla að setja allt í fótboltann. Ég hætti að vinna í íþróttahúsinu í Dalhúsum í janúar til að geta æft meira og fengið meiri hvíld.“
Hans er langt frá því að vera saddur og hann ætlar sér ennþá lengra í fóboltanum á næstu árum. Hann einbeitir sér nú alfarið að því að verða ennþá betri leikmaður en hann er í dag.

„Ég tók ákvörðun um áramótin að ég ætla að setja allt í fótboltann. Ég hætti að vinna í íþróttahúsinu í Dalhúsum í janúar til að geta æft meira og fengið meiri hvíld,“ segir Hans en hann hefur horft á unga Fjölnismenn eins og Viðar Ara Jónsson og Aron Sigurðarson fara í atvinnumennsku á undanförnum árum.

„Það er draumurinn að fara út í atvinnumennsku og reyna að gera eitthvað þar. Þegar ég var í Borgarholtsskóla var ég í fótbolta akademíu á morgnanna og þá sá ég að Viddi og Aron voru í Egilshöll á morgnanna að æfa aukalega. Ég vildi prófa að gera þetta sjálfur líka.“

„Ég tek helling af aukaæfingum með bolta, er á fullu í lyftingum og hef bætt mataræðið. Ég borða mikið betur og borða fjölbreytt. Maður datt stundum í heilan pakka af Homblest eða Gifflar (kanilsnúðar) en það er alveg búið núna,“ segir Hans og brosir en hann er duglegur að bæta tæknina með boltaæfingum.

„Ég er að æfa langar og stuttar sendingar, skallabolta, fótavinnu, rekja bolta og alls konar. Ég byrjaði á þessu í fyrrasumar. Þá vorum við þrír eftir æfingar í aukaæfingum, ég, Ægir Jarl Jónasson og Jökull. Síðan voru oft fleiri ungir strákar með okkur.“

Í vetur hefur Hans haldið áfram að æfa mikið aukalega og það stöðvar hann ekki þó félagarnir komist ekki alltaf með honum. „Ég er inni í Egilshöllinni á morgnanna og þá er ég oft einn. Mér finnst það vera mjög fínt,“ segir þessi metnaðarfulli ungi leikmaður.

Hroka Hans nafnið er grín
Á undirbúningstímabilinu fékk Hans aukna ábyrgð í liði Fjölnis þegar hann var gerður að fyrirliða liðsins. Hann hefur reynt að tala meira innan vallar í kjölfarið. „Ég er að reyna að gefa af mér á æfingum, tala meira og vera aðeins meira inn í þessu. Ég er að reyna að vera ekki bara með á æfingu og sitja til baka, heldur er ég að reyna að ýta öllum áfram og tala.“

Hans er afskaplega rólegur og hógvær og því vekur það furðu að hann hafi stundum gengið undir nafninu hroka Hans í Grafarvoginum. „Þetta er grín sko. Ég er ekki svona hrokafullur,“ segir Hans. „Þetta byrjaði eftir að ég skoraði tvö mörk á móti HK í öðrum flokki. Þá tweetaði einhver Hroka Hans og þetta hefur verið grín inn á milli síðan þá.“

Eins og komið hefur fram þá leggur Hans allt kapp á að bæta sig í fótboltanum og því er lítið annað sem kemst að hjá honum í lífinu.

„Mér finnst mjög gaman að fara á snjóbretti þó að ég geri lítið af því. Ég er íþróttaáhugamaður og fylgist aðallega með fótbolta. Ég fer líka á leiki og fylgist með handboltanum hjá Fjölni. Ég á marga vini þar. Sjálfur var ég aldrei í handbolta. Ég prófaði aðeins körfubolta en hætti strax.“

Ætla aftur í Evrópubaráttu
Fjölnismenn rétt misstu af Evrópusæti í fyrra en Hans er bjartsýnn á að liðið geti verið á svipuðum slóðum í Pepsi-deildinni í sumar þrátt fyrir að hafa misst nokkra leikmenn.

„Ég held að við munum berjast aftur um Evrópusæti. Við misstum leikmenn sem spiluðu stórt hlutverk en við höfum fengið menn inn og það er verið að setja meira traust á yngri leikmennina. Ég held að við verðum með mjög góðan hóp í sumar.“

Fjölnir er ungt félag en það fagnar 30 ára afmæli á næsta ári. Hans telur að liðið geti komist í fremstu röð á Íslandi á næstu árum.

„Þetta hefur verið vaxandi undanfarin ár og ég held að það muni ekkert stoppa. Það eru margir ungir leikmenn í landsliðsúrtökum og það eru flottir árgangar að koma upp,“ sagði Hans að lokum.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net – 6. sæti: Fjölnir
Gústi Gylfa: Það er ekki fyrsta summan sem skiptir öllu máli
Hin hliðin - Birnir Snær Ingason
Athugasemdir
banner
banner