Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 20. apríl 2017 17:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hazard: Ég var alltaf náinn Mourinho
Hazard fagnar marki.
Hazard fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Eden Hazard, kantmaður Chelsea, vísar þeim fréttum á bug sem segja að samband hans við Jose Mourinho sé slæmt.

Mourinho, sem er nú stjóri Man Utd, var rekinn frá Chelsea í desember 2015, en greint var frá því að samband hans við helstu stjörnu liðsins - Hazard - hefði orðið mjög slæmt undir lokin.

Hazard segir þetta hins vegar ekki rétt, hann hafi alltaf átt í góðu sambandi við Mourinho og engin illindi hafi verið á milli þeirra.

„Árið áður en hann var rekinn, þá var ég leikmaður tímabilsins og kannski bjóst hann við meiru frá mér," sagði Hazard við TF1. „Ég var ekki góður og það var flókið."

„Ég var samt alltaf náinn honum og það sama gildir um Antonio Conte," sagði Hazard enn fremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner