fim 20. apríl 2017 08:45
Arnar Daði Arnarsson
Hin hliðin - Lillý Rut Hlynsdóttir (Þór/KA)
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Þór/KA
Þór/KA í Pepsi-deild kvenna er spáð 4. sæti í deildinni. Í dag er það varnarmaðurinn ungi Lillý Rut Hlynsdóttir sem sýnir á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Lillý Rut Hlynsdóttir

Gælunafn sem þú þolir ekki: Ekkert sem mér dettur í hug. En hata hins vegar ekkert meira en að vera kölluð Lilja.

Aldur: Varð 20 ára í janúar

Hjúskaparstaða: Einhleyp

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: í lengju 2012.

Uppáhalds drykkur: Kók.

Uppáhalds matsölustaður: Bautinn

Hvernig bíl áttu: Á ekki bíl.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Grey's anatomy, One tree Hill, Hawaii five 0
Uppáhalds tónlistarmaður: Adele

Uppáhalds samskiptamiðill: Twitter eða snapchat

Skemmtilegasti “vinur" þinn á Snapchat: Það mun vera Berglind Hrund í Stjörnunni. Ekkert eðlilega fyndin. Bibba er einnig að koma sterk inn.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Lúxusdýfu, gúmmí, þrista og hockey pulver

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “Gerpi” frá pabba.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Aldrei segja aldrei

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Leikmenn franska landsliðsins í U19. Einnig er alltaf mjög erfitt að spila á móti Hörpu Þorsteins.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Ágústa Kristinsdóttir á æfingum

Sætasti sigurinn: Íslandsmeistaratitillinn 2012.

Mestu vonbrigðin: Bikarúrslitin 2013.

Uppáhalds lið í enska: Manchester united

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Laufey Elísa Hlynsdóttir

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Gera öflugri ferðasjóð fyrir liðin á landsbyggðinni

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Það eru mjög margar efnilegar stelpur á Íslandi. En Hulda Björg , Hulda Karen og Karen María í Þór/KA eiga framtíðina fyrir sér.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Margir gullfallegir.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Laufey Elísa Hlynsdóttir.

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Jessen fær þetta, ekki spurning. Held reyndar að Bibba leyni líka á sér.

Uppáhalds staður á Íslandi: Heima hjá ömmu og afa í graut á Akureyri.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar Írunn hlóp og á dómarann í leik síðast sumar.

Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar: Ég kíki á símann

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já ég fylgist með Þórsurnum í körfunni og fylgist einnig með handbolta enda gömul handboltakempa.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas X

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Ég átti mjög erfitt með þýskuna.

Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: Nína.

Vandræðalegasta augnablik: Þegar ég fór að grenja í bikarúrslitaleiknum 2013 og það var zoomað á andlitið mitt í svona góðar 30 sek. Ung, vitlaus og tapsár.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Heiðdís Sigurjónsdóttir, Guðrún Karítas, Sigríður María og Andrea Mist erfitt að velja á milli þeirra.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég kann magadans.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner