Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 20. apríl 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Í tveggja leikja bann fyrir leikaraskap - Rodgers var brjálaður
Alex Schalk fær leikbann fyrir leikaraskap.
Alex Schalk fær leikbann fyrir leikaraskap.
Mynd: Getty Images
Alex Schalk, sóknarmaður Ross County í Skotlandi, hefur samþykkt að taka út refsingu í formi leikbanns fyrir leikaraskap.

Hinn 24 ára gamli Schalk var ákærður af skoska knattspyrnusambandinu eftir að hafa unnið inn vítaspyrnu fyrir sitt lið í 2-2 jafntefli gegn Celtic um síðustu helgi.

Það er búið að dæma í málinu, en Schalk fékk tveggja leikja bann. Ross County hefur ákveðið að áfrýja ekki dómnum.

Brendan Rodgers, þjálfari Celtic, var mjög ósáttur með dóminn og ásakaði Schalk um svindl. Hann sagði þetta vera verstu ákvörðun sem hann hafði séð í viðtali eftir leikinn.

„Ég hef séð nokkrar mjög slæmar ákvarðanir hjá dómurum síðan ég kom hingað en ég verð að segja að þetta er það versta sem ég hef séð," sagði Rodgers mjög ósáttur.

Hér að neðan má sjá myndband af atvikinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner