Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 20. apríl 2017 06:00
Magnús Már Einarsson
Jonathan Hood og Aco með Ægi í sumar
Aco Pandurevic.
Aco Pandurevic.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ægir hefur samið við Jonathan Hood og Aco Pandurevic um að þeir leiki með liðinu í 3. deildinni í sumar.

Hood er miðjumaður frá Wales en hann kom sterkur inn í lið Ægis um mitt sumar í fyrra.

Hood var meðal annars valinn leikmaður umferðarinnar í 2. deildinni en góð frammistaða hans náði ekki að hjálpa Ægi að bjarga sér frá falli.

Aco hefur spilað með Ægi frá því árið 2011 en hann spilaði alla leiki í fyrra nema einn.

Ægir hefur leik í 3. deildinni gegn KFG á útivelli þann 12. maí næstkomandi en á laugardag mætir liðið Ými í fyrstu umferð Borgunarbikarsins á grasinu í Þorlákshöfn.




Athugasemdir
banner