Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 20. apríl 2017 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Matip vill að Liverpool bæti varnarleikinn
Matip hefur átt gott fyrsta tímabil í enska boltanum.
Matip hefur átt gott fyrsta tímabil í enska boltanum.
Mynd: Getty Images
Joel Matip, varnarmaður Liverpool, segir að liðið verði að bæta sig varnarlega. Liverpool hefur fengið á sig 40 mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og það er of mikið fyrir Matip.

Matip, sem var fenginn á frjálsri sölu til Liverpool síðasta sumar, segist vera feginn að liðið sé eins sterkt sóknarlega og raun ber vitni.

„Við vitum að við verðum að bæta varnarleikinn," sagði Matip við þýska blaðið Bild, en hann spilaði áður hjá Schalke í Þýskalandi.

„Það hvernig fótboltinn er spilaður í Englandi gerir þetta erfitt. Þetta er alltaf upp og niður. Maður er berskjaldaður, og þú sérð það sérstaklega hjá liðum eins og okkur sem eru sterk fram á við."

„En til allrar hamingju þá skorum við flest mörk," sagði Matip að lokum, en Liverpool er í baráttu um Meistaradeildarsæti.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner