fim 20. apríl 2017 22:18
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Mourinho: Ég er stjóri en ekki læknir
Mourinho klappar fyrir stuðningsmönnum Anderlecht
Mourinho klappar fyrir stuðningsmönnum Anderlecht
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United var ánægður eftir sigur sinna manna gegn Anderlecht í kvöld en með sigrinum komst liðið í undanúrslit Evrópudeildarinnar. Eftir leik gerði hann sér ferð til stuðningsmanna Anderlecht og klappaði fyrir þeim en þeir voru flottir í kvöld.

„Við áttum 17 skot og 10 þeirra á markið, eitthvað þannig, en þessi leikur var erfiður. Þú horfir á tölurnar og gætir haldið að við vorum miklu betri, en það var ekki þannig. Þegar við settum auka mann á miðjuna byrjuðum við að stjórna leiknum. Það er alltaf áhætta þegar staðan er 1-1 en frá því spurningin um að skora, og fá ekki á sig mark sem er erfitt," sagði Mourinho.

Mourinho hrósaði hinum unga Marcus Rashford í hástert en hann skoraði sigurmark leiksins.

„Þú talar um gæði hans og eru þau frábær. Hugarfar hans er stórkostleg. Hann hafði skorað síðan í september, og sumir leikmenn skilja ekki hvað ég vil, en ég treysti Rashford. Það skiptir ekki máli hvort hann skori, hann leggur sig alltaf fram."

Marcos Rojo og Zlatan Ibrahimovic meiddust báðir í leiknum og er Mourinho áhyggjufullur vegna meiðslanna.

„Ég held að þetta hafi ekki verið góð meiðsli en ég vil frekar bíða og sjá hvað rannsóknirnar segja og þá mun ég tala. Ég get það ekki því ég er stjóri en ekki læknir. Ég held hins vegar að þetta verða neikvæðar fréttir."

Mourinho var spurður út í Meistaradeildarsæti á næsta tímabili.

„Þegar það er stærðfræðilega ómögulegt að komast í Meistaradeildina úr úrvalsdeildinni, þá munum við setja allt í Evrópudeildina. Þetta er mikilvægur titill og við verðum að halda áfram. Kvöldið í kvöld sýndi okkur hversu erfið keppnin er. Við búumst ekki við neinu auðveldu í undanúrslitum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner