Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 20. apríl 2017 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tianjin vill fá Diego Costa - Á eftir þeim sömu og stórliðin
Fer Costa til Kína?
Fer Costa til Kína?
Mynd: Getty Images
Kínverska liðið Tianjin Quanjian er enn að reyna að kaupa sóknarmanninn Diego Costa frá Chelsea. Frá þessu greinir eigandi félagsins, en hann vill berjast við stórliðin í Evrópu á leikmannamarkaðinum.

Tianjin var á höttunum eftir Costa í janúar, en Chelsea vildi ekki selja hann og hafnaði öllum tilboðum.

Eigandi Tianjin, Shu Yuhui, viðurkennir að hafa enn áhuga á Costa, sem og öðrum stórum nöfnum.

„Ég get aðeins sagt það að við erum enn að reyna að vinna að því að kaupa Diego Costa frá Chelsea. Við höfum nú þegar rætt við nokkra leikmenn," sagði Yuhui við Sina Sports.

„Við erum með háa staðla (þegar kemur að því að kaupa erlenda leikmenn) og þannig leikmenn velja frekar stórlið eins og Bayern München eða Real Madrid. Við erum að reyna að kaupa sömu leikmenn og þessi lið."
Athugasemdir
banner
banner
banner