Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 20. apríl 2017 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Umboðsmaður: Napoli er möguleiki fyrir Deulofeu
Hvað gerir Deulofeu?
Hvað gerir Deulofeu?
Mynd: Getty Images
Umboðsmaður Spánverjans Gerard Deulofeu segir að Napoli gæti barist við AC Milan og Barcelona um skjólstæðing sinn í sumar.

Hinn 23 ára gamli Deulofeu gekk til liðs við Milan á láni í janúar og frammistaða hans þar hefur vakið athygli. Hann er samningsbundinn Everton, en Barcelona gæti keypt hann aftur.

Barcelona á möguleika á því að kaupa Deulofeu aftur á 10,2 milljónir punda, en þeir verða eflaust ekki eina liðið á eftir honum.

„Barcelona mun hugsa málið vegna þess að þeir hafa rétt á að kaupa hann aftur, en það er líka mikilvægt hvað hann vill gera," sagði umboðsmaður leikmannsins.

„Napoli gæti verið kostur fyrir hann ef Mertens fer, en Deulofeu vill spila reglulega og það væri mikil samkeppni fyrir hann þar."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner