Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 20. apríl 2017 16:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Unglingaþjálfari hneig niður á æfingasvæði Tottenham
Ugo Ehiogu.
Ugo Ehiogu.
Mynd: Getty Images
Ugo Ehiogu, fyrrum landsliðsmaður enska landsliðsins, liggur á sjúkrahúsi eftir að hafa hnigið niður á æfingasvæði Tottenham í dag. Ehiogu er þjálfari U-23 ára liðs Spurs.

Hinn 44 ára gamli Ehiogu fékk læknisaðstoð á staðnum áður en hann var fluttur á sjúkrahús í sjúkrabíl.

„Allir hjá félaginu senda sínar bestu kveðjur til Ugo og fjölskyldu hans," segir í yfirlýsingu frá Tottenham.

Ehiogu hefur verið í starfi hjá Tottenham frá 2014.

Hann lék á leikmannaferli sínum sem varnarmaður. Hann lék með Aston Villa frá 1991 til 2000 og svo með Middlesbrough í sjö ár.

Hann vann deildarbikarinn með Villa árið 1996 og líka með Middlesbrough átta árum síðar.

Ehiogu, sem lék fjóra landsleiki fyrir England, spilaði líka fyrir West Brom, Leeds, Rangers og Sheffield United áður en skórnir fóru upp á hilluna frægu árið 2009. Hann þykir mjög efnilegur þjálfari.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner