fim 20. apríl 2017 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verður Terry liðsfélagi Gylfa hjá Swansea?
Terry gæti farið til Swansea.
Terry gæti farið til Swansea.
Mynd: Getty Images
Swansea ætlar að reyna að fá John Terry til sín ef liðinu tekst að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni.

Terry er á sínu síðasta tímabili hjá Chelsea og það er spurning hvað hann gerir í sumar. Verður hann áfram í ensku úrvalsdeildinni eða fer hann eitthvert annað?

Paul Clement, þjálfari Swanea, vann með Terry hjá Chelsea og gæti reynt að fá hann til Swansea. Með Swansea leikur íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson.

„Ef við höldum okkur upp, af hverju myndum við þá ekki hafa áhuga? Ég þekki hann vel og væri meira en ánægður að ræða við hann," sagði Clement.

„Þetta er ekki eitthvað sem ég hef hugsað um á þessum tímapunkti, við verðum að einbeita okkur að leikmönnunum okkar og þeim leikjum sem við eigum eftir."

Swansea er í mikilli fallbaráttu og það er spurning hvort liðið nái að halda sér uppi.
Svo er líka spurning hvort Gylfi verði áfram, en hann hefur verið besti maður liðsins á tímabilinu.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner