Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 20. apríl 2018 20:00
Ingólfur Stefánsson
Ancelotti útilokar ekki að taka við Arsenal
Carlo Ancelotti og Arsene Wenger ásamt Sir Alex Ferguson
Carlo Ancelotti og Arsene Wenger ásamt Sir Alex Ferguson
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti vill ekki útiloka þann möguleika að hann taki við Arsene Wenger sem næsti stjóri Arsenal þegar sá síðarnefndi hættir hjá félaginu næsta sumar.

Ancelotti er einn af mörgum stjórum sem hafa verið orðaðir við stöðuna síðan Wenger tilkynnti ákvörðun sína í morgun.

Hann hefur ekki starfað síðan hann var látinn fara frá Bayern Munchen í september á síðasta ári. Hann segir að hann sé tilbúinn til þess að snúa aftur í fótboltann.

Þegar Ancelotti var spurður út í það hvort hann væri næsti þjálfari Arsenal sagði hann: „Ég get sagt það að mig langar að þjálfa aftur. Ef ég finn rétta valmöguleikann, rétta verkefnið, þá væri ég hæstánægður með að snúa aftur."

„Þetta var stór ákvörðun hjá Wenger og ég held að hún sé tekin af mikilli virðingu við félagið sem hefur einnig sýnt honum mikla virðingu."

„Arsen vann frábært starf hjá Arsenal og hann á alla þá virðingu sem hann fær skilið."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner