fös 20. apríl 2018 16:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar Steinn í Hauka (Staðfest)
Arnar Steinn Hansson.
Arnar Steinn Hansson.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Haukar hafa fengið miðvörðinn Arnar Stein Hansson í sínar raðir.

Arnar Steinn hefur verið í háskóla í Bandaríkjunum síðustu misseri en hann ætlar að taka slaginn með Haukum í sumar.

Hinn 22 ára gamli Arnar spilaði með Skínanda í 4. deildinni frá 2013 til 2015 en var hjá Þrótti Vogum sumarið 2016. Hann spilaði svo 12 leiki með Aftureldingu í 2. deild karla síðasta sumar.

Sumarið 2018 verður hann með Haukum í Inkasso-deildinni. Hann er fimmti leikmaðurinn sem Haukar fá fyrir sumarið en Hafnarfjarðarfélagið hefur jafnframt misst lykilmenn.

Haukar spiluðu við Vestra í Mjólkurbikarnum í gær og unnu 3-1. Eftir leik sagði Kristján Ómar Björnsson, þjálfari liðsins:

„Við erum með nokkra stráka í skólum í Bandaríkjunum sem bætast við hópinn hjá okkur í byrjun maí. Það eru smá breytingar á hópnum núna en kjarninn er klár."

Fyrsti leikur Hauka í Inkasso-deildinni í sumar verður gegn Þór á Gaman Ferða vellinum 5. maí.

Komnir:
Arnar Steinn Hansson frá Aftureldingu
Jökull Blængsson frá Fjölni (Á láni)
Indriði Áki Þorláksson frá Fram
Sigmundur Einar Jónsson frá Álftanesi
Sverrir Bartolozzi frá Stjörnunni

Farnir:
Aron Jóhannsson í Grindavík
Björgvin Stefánsson í KR
Davíð Sigurðsson til Danmerkur
Harrison Hanley
Sindri Scheving í Víking R. (Var á láni)
Terrance William Dieterich í Stjörnuna (Var á láni)
Trausti Sigurbjörnsson
Þórir Jóhann Helgason í FH
Athugasemdir
banner
banner
banner