banner
   fös 20. apríl 2018 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ásgeir Sigurgeirsson með nýjan samning við KA (Staðfest)
Ásgeir verður áfram í herbúðum KA.
Ásgeir verður áfram í herbúðum KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgeir Sigurgeirsson hefur skrifað undir nýjan samning við KA sem gildir næstu tvö árin. Þetta segir í frétatilkynningu frá Akureyrarfélaginu.

„Þetta eru frábærar fréttir enda hefur Ásgeir verið hreint út sagt magnaður fyrir liðið bæði sumarið 2016 þegar liðið vann Inkasso deildina sem og 2017 þegar liðið undirstrikaði veru sína í deild þeirra bestu," segja KA-menn.

Ásgeir var orðaður við Val og FH rétt eftir að síðasta tímabili lauk en það varð ekkert úr því.

Ásgeir er uppalinn hjá Völsungi á Húsavík en hann var á mála hjá Stabæk í Noregi áður en hann kom til KA fyrir sumarið 2016. Það ár hjálpaði hann KA að vinna Inkasso-deildina, sem fyrr segir, auk þess sem hann var efnilegastur í deildinni.

Hinn 21 árs gamli Ásgeir spilaði alla 22 leiki KA í Pepsi-deildinni fyrra og skoraði fimm mörk.

Ásgeir hefur verið að glíma við meiðsli en KA-menn vonast til þess að hann verði klár í slaginn í fyrsta leik í Pepsi-deildinni sem er gegn Fjölni á útivelli í næstu viku.

Fótbolti.net spáir KA 4. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar.

Myndband með mörkum Ásgeirs í Pepsi-deildinni í fyrra má sjá hér:

Athugasemdir
banner
banner