Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 20. apríl 2018 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Cristiano Ronaldo sannfærði Da Silva bræðurna
Mynd: Getty Images
Tvíburarnir Rafael og Fabio da Silva gengu til liðs við Manchester United árið 2007.

Arsenal var einnig á höttunum eftir þeim en Rafael segir að Cristiano Ronaldo hafi hringt í sig og sannfært um að koma til Manchester.

„Cristiano Ronaldo hringdi í okkur og sagði okkur að fara til United. Arsenal vildi líka fá okkur en við völdum Rauðu djöflana," sagði Rafael við ESPN.

„Nani og Anderson voru líka hjá félaginu og þeir þrír hjálpuðu okkur mjög mikið því við bræðurnir töluðum ekki stakt orð í ensku á þessum tíma."

Tvíburarnir eru fæddir 1990 og voru því sautján ára þegar þeir voru fengnir til Man Utd. Í dag leikur Fabio fyrir Middlesbrough og Rafael fyrir Lyon.

Það var Louis van Gaal sem lét Rafael yfirgefa Man Utd og er bakvörðurinn ekki ánægður með hvernig hollenski stjórinn hagaði sér.

„Hann var ekki búinn að vera við stjórn heilt tímabil þegar hann kallaði mig inn á skrifstofu til sín og sagði að ég mætti yfirgefa félagið. Hann útskýrði það ekkert frekar, heldur sendi hann mér skilaboð í farsímann skömmu síðar, „Þú veist hvernig fótboltinn er".

„Ég átti ekki til orð, hann talaði ekki við mig persónulega heldur sendi hann mér skilaboð. Ég svaraði kurteisislega en var æfur af reiði."

Athugasemdir
banner
banner