Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 20. apríl 2018 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Crystal Palace leggur 100 milljónir í leikvanginn
Mynd: Getty Images
Crystal Palace hefur ákveðið að hrinda stórfelldum framkvæmdum í gang á Selhurst Park, heimavelli sínum.

Framkvæmdirnar munu taka um þrjú ár og verður leikvangurinn stækkaður um 8 þúsund sæti, úr 26 þúsund í 34 þúsund.

Framkvæmdirnar eiga að fara af stað undir lok næsta tímabils og er búist við að þær klárist fyrir tímabilið 2021-22.

Það er ekki aðeins verið að stækka leikvanginn heldur er einnig verið að endurnýja hann, þar sem safni, veitingastöðum og búðum verður bætt við svæðið.

Reiknað er með að kostnaðurinn komi til með að nema um 100 milljónum punda.

Palace á eftir að fá framkvæmdirnar samþykktar af borgarstjóranum sem mun eflaust setja einhver skilyrði.
Athugasemdir
banner
banner
banner