Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 20. apríl 2018 21:30
Ingólfur Stefánsson
Gazidis segir að Arsenal þurfi hugrekki í vali á næsta stjóra
Mynd: Getty Images
Ivan Gazidis stjórnarformaður segir að Arsenal þurfi að sýna hugrekki í vali á næsta stjóra liðsins.

Arsene Wenger tilkynnti í dag að hann muni stíga til hliðar þrátt fyrir að eiga enn eitt ár eftir af samningi sínum.

Gazidis segir það mikilvægt að taka rétta ákvörðun og að það muni taka tíma.

„Ferlið hefst í dag. Það ferli mun fara fram á bak við tjöldin hjá Arsenal. Félagið þarf að takast á við ákveðna áskorun. Við þurfum að finna nýja leið áfram."

„Við þurfum að vera með opin huga og vera hugrakkir þegar við tökum þessa ákvörðun. Við þurfum að fá þá persónu sem við teljum að sé rétt í starfið."
Athugasemdir
banner
banner
banner