fös 20. apríl 2018 18:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lundekvam í einlægu viðtali - Hefur tvisvar reynt að svipta sig lífi
Hugsaði um ,,fullkominn endi" í Rio en missti af fluginu
Claus Lundekvam.
Claus Lundekvam.
Mynd: Getty Images
Claud Lundekvam fyrrum landsliðsmaður Noregs og goðsögn hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Southampton er í einlægu viðtali við Telegraph á þessum öðrum degi sumars. Eftir að hafa lagt skóna á hilluna árið 2008 hefur hann gengið í gefnum gífurlega erfiða tíma.

Hann segist hafa glímt við eiturlyfjafíkn og alkahólisma. Hann hefur í tvígang reynt að taka eigið líf en í viðtalinu lýsir hann því á þá vegu:

„Ég hef komist mjög nálægt því, ég hef tvisvar reynt að taka mitt eigið líf. Ég gekk í gegnum mikinn sársauka, Ég gat ekki lifað með sektinni og skömminni að bregðast öðrum. Fíknin stjórnaði öllu. Það eina sem ég gat hugsað um var að áfengi, kókaín og að hafa nægilega margar töflur til að komast í gegnum daginn."

„Ég fékk hjartaáfall. Ég tók of stóra skammta. Á endanum gafst ég bara upp. Ég gat ekki lifað lengur. Ég taldi það betra fyrir fjölskydu mína að ég myndi yfirgefa þennan heim."

Lundekvam er edrú í dag og segist því feginn.

„Það var ferðalag til helvítis fyrir mig að verða edrú en ég er feginn því að vera hér í dag. Lifandi."

„Ég missti alla stjórn á mér. Ég vaknaði á morgnana allur skjálfandi í svitabaði, þunglyndur. Ég þurfti stórt glas af hreinu vodka til þess að koma mér í gang. Ég var að drekka eina eða tvær flöskur af vodka á dag," segir sá norski.

„Svo komst ég í kókaín og í stutta stund hélt ég að ég hefði fundið eitthvað sem myndi aftur gefa mér sömu spennu og að spila fótbolta fyrir framan 50 þúsund manns. Mikið hafði ég rangt fyrir mér. Þegar þú ert á kókaíni þá áttu mjög erfitt með svefn og því tók ég svefnpillur ofan á það. Ég tók líka mikið af róandi lyfjum."

Lundekvam var hjá Southampton frá 1996 til 2008. Hann spilaði 357 leiki fyrir félagið í hjarta varnarinnar. Í síðasta mánuði var hann einn af 11 leikmönnum sem valdir voru í besta Southampton lið sögunnar, stuðningsmenn völdu.

Eitt kvöldið stuttu eftir að fótboltaferlinum lauk keypti hann sér miða til Rio de Janeiro í Brasilíu og hugsaði hann með sér að það yrði „fullkominn endir". Hann missti sem betur fer af fluginu. Í dag ferðast hann um Noreg og hjálpar fólki í svipaðri stöðu og hann var í.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner