fös 20. apríl 2018 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ögmundur í liði umferðarinnar annað sinn í röð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmarkvörðurinn Ögmundur Kristinsson kemst aftur í lið umferðarinnar í hollensku úrvalsdeildinni.

Ögmundur spilaði sinn fyrsta leik frá 3. desember um síðustu helgi er hann stóð í marki Excelsior í 1-1 jafntefli gegn PEC Zwolle. Ögmundur þótti standa sig vel og var valinn í lið umferðarinnar hjá hollenska fjölmiðlinum Voetbalzone.

Þjálfari Excelsior hefur gefið það út að Ögmundur muni spila þá leiki sem Excelsior á eftir af tímabilinu þar sem hann vill ekki taka HM-drauminn frá Ögmundi.

Ögmundur var einnig í marki Excelsior í vikunni þegar liðið glundraði tveggja marka forystu niður í uppbótartíma gegn Hercales.

Þrátt fyrir að hafa fengið á sig tvö mörk var Ögmundur aftur í liði umferðarinnar, að þessu sinni hjá Voetbal International.

Vel gert hjá Ögmundi sem ætlar sér að vera einn þriggja markvarða sem fer með Íslandi á HM í Rússlandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner