Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 20. apríl 2018 11:00
Elvar Geir Magnússon
Óvíst hvort Valur bæti við sig miðverði
Rasmus Christiansen, miðvörður Vals.
Rasmus Christiansen, miðvörður Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ekki er ljóst hvort Valur muni bæta við sig miðverði áður en glugganum verður lokað. Valsmenn töluðu um það í vetur að félagið myndi reyna að bæta við sig leikmanni eftir að Orri Sigurður Ómarsson fór til Noregs.

„Það er ekkert sem við erum að horfa á daglega," sagði Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals, þegar hann var spurður að því hvort það væri enn í kortunum að fá miðvörð.

„Við höfum alltaf sagt það að ef það leynist toppleikmaður þarna úti sem getur styrkt hópinn okkar þá skoðum við það, eins og öll önnur lið."

Eiður Aron Sigurbjörnsson og Rasmus Christiansen léku saman í miðverði þegar Valur vann ÍBV 2-1 í Meistarakeppni KSÍ í gær. Valsmenn hafa einnig verið með þriggja hafsenta kerfi í vetur og þar hafa meðal annars Birkir Már Sævarsson og Bjarni Ólafur Eiríksson verið notaðir í öftustu línu.

Valsmenn eiga heimaleik gegn KR í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar en leikurinn verður á Hlíðarenda eftir.

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Bjössi Hreiðars: Við erum bjartsýnir fyrir sumrinu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner