Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 20. apríl 2018 19:30
Ingólfur Stefánsson
Piers Morgan ánægður með ákvörðun Wenger
Piers Morgan
Piers Morgan
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Breski sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan er einn þekktasti stuðningsmaður Arsenal í heiminum. Morgan er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum og hann hefur verið mjög opinberlega á móti Arsene Wenger undanfarin ár.

Í pistli sínum fyrir DailyMail lýsir Morgan yfir ánægju sinni með tíðindin af ákvörðun Wenger að hætta sem þjálfari hjá Arsenal næsta sumar.

Morgan segist þó þakklátur fyrir að geta nú farið að einbeita sér að öllu því góða sem Wenger gerði fyrir Arsenal og að þrátt fyrir að hann hafi kallað eftir brottrekstri hans undanfarin ár þá sé tilfinningin súrsæt.

„Ef einhver hefði sagt mér fyrir tíu árum að ég yrði glaður með þessi tíðindi þá hefði ég talið þann einstakling klikkaðan. Því miður held ég þó að flestir Arsenal stuðningsmenn finni fyrir sama létti og ég í dag. Þetta er rétt ákvörðun."

Morgan kallaði fyrst eftir brottrekstri Wenger eftir tap gegn Manchester City árið 2008. Hann segir að síðan þá hafi hlutirnir aðeins versnað.

„Þrátt fyrir það sem margir halda þá hata ég ekki Wenger, það sem ég hataði var að hann steig ekki til hliðar sem þjálfari. Sérstaklega þegar hæfileikaríkir þjálfarar eins og Jurgen Klopp og Pep Guardiola voru lausir. En nú hefur hann loksins gert það og sem betur fer get ég einbeitt mér að því að heiðra hann frekar en að tuða endalaust yfir honum."
Athugasemdir
banner
banner
banner