Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 20. apríl 2018 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Pochettino segir bikarinn skipta litlu máli
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino gefur lítið fyrir enska bikarinn en Tottenham mætir Manchester United í undanúrslitum á laugardaginn.

Pochettino hefur ekki tekist að vinna titil við stjórnvölinn hjá Tottenham sem vann síðast deildabikarinn 2008.

„Ég get lofað ykkur því að félagið mun ekki breytast hvort sem þú vinnur FA bikarinn eða ekki. Það sama á við um deildabikarinn. Mun enski bikarinn breyta lífi þínu, félaginu þínu? Ég held ekki," sagði Pochettino.

„Það væri frábært að vinna bikarinn, en það sem myndi skipta raunverulegu máli fyrir félagið væri að vinna ensku úrvalsdeildina eða Meistaradeildina.

„Þetta þýðir ekki að mér sé sama um enska bikarinn, aðrar keppnir skipta meira máli."


Argentínski stjórinn segir nokkra leiki í Meistaradeildinni skipta talsvert meira máli heldur en sigur í enska bikarnum.

„Félagið er breytt eftir þetta tímabil. Það eru fleiri sem taka Tottenham alvarlega, það eru fleiri sem þekkja Tottenham.

„Við unnum Dortmund og Real Madrid í riðlakeppninni og spiluðum svo mjög vel gegn Juventus. Þetta er árangur sem kemur liðinu á næsta stig."

Athugasemdir
banner
banner
banner