banner
   fös 20. apríl 2018 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að Luis Enrique sé klár í slaginn með Arsenal
Luis Enrique.
Luis Enrique.
Mynd: Getty Images
Fjölmiðlamaðurinn Guillem Balague telur að Luis Enrique, fyrrum stjóri Barcelona, sé klár í að taka við Arsenal í sumar.

Wenger tilkynnti það í dag að hann myndi hætta sem stjóri Arsenal eftir tímabilið eftir að hafa starfað hjá félaginu í 22 ár.

Arsenal er því í þjálfaraleit en hver verður næsti stjóri liðsins? Luis Enrique er eitt af þeim nöfnum sem hefur verið í umræðunni, ásamt Patrick Vieira, Joachim Löw, Thomas Tuchel og mörgum öðrum.

Enrique yfirgaf Barcelona í fyrra en Balague telur að hann sé tilvalinn eftirmaður fyrir Arsene Wenger.

„Ég skal segja ykkur hvað Arsenal þarf, Luis Enrique. Er hann til í starfið? Hann er meira en til í það," segir Balague.

„Af hverju? Vegna þess að hann er búinn að vera í ársfríi og hann er tilbúinn að snúa aftur. Hann er búinn að fjölda tilboði, þar á meðal frá Paris Saint-Germain. Hann er líka búinn að fá tilboð frá Ítalíu, en hann hefur ekki heyrt frá Arsenal."

„Luis Enrique er laus og hann er að bíða eftir rétta tilboðinu. Hann elskar ensku úrvalsdeildina."

Balague telur að Diego Simeone, þjálfari Atletico, sé ekki rétti maðurinn fyrir Arsenal en þá gæti Eduardo Berizzo, fyrrum þjálfari Sevilla, komið til greina.
Athugasemdir
banner
banner