fös 20. apríl 2018 15:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sérsveitin elti Ólaf Inga uppi - „Sjokkerandi reynsla"
Icelandair
Ólafur Ingi Skúlason.
Ólafur Ingi Skúlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Ólafur Ingi Skúlason segir frá ótrúlegri sögu í þættinum "Draumurinn um HM" sem sýndur er á RÚV.

Ólafur Ingi er í dag á mála Kardemir Karabukspor í Tyrklandi en fyrstu árin í atvinnumennskunni hjá Ólafi voru í Englandi, fyrst hjá Arsenal og síðar hjá Brentford.

Einn daginn var Ólafur að gera á æfingu hjá Brentford en sú bílferð átti eftir að reynast ótrúleg.

„Ég var á leiðinni á æfingu til Brentford. Ég legg af stað eins og venjulega, þetta var venjulegur dagur. Ég stoppa á rauðu ljósi og sé að það er lögreglubíll fyrir aftan mig og ég sé að það er lögreglumaður að tala í talstöð og hann er að glápa á númeraplötuna hjá mér," segir Ólafur.

Ólafur var á íslenskum bíl en hann var með leyfi fyrir því. Hann var samt óöruggur með stöðuna.

Lögreglan stoppaði hann ekki en þegar leið á keyrsluna bættist í bílflotann. „Keyrði ég á einhvern án þess að fatta það?" hugsaði Ólafur Ingi með sér.

Þegar komið var á æfingasvæði Brentford var íslenska landsliðsmanninum hent í jörðina og settur í handjárn. Þetta reyndist allt saman stór misskilningur.

„Áður en ég veit af er lögreglumaður með einhvers konar riffil í rúðuna hjá mér. Svo er kominn í jörðina og settur í handjárn. Þeir spyrja mig hvar vopnið er. Þeir leita í bílnum en fundu náttúrlega ekkert. Þá kom í ljós að í hverfinu sem ég bjó að það var einhver sem hafði veifað byssu framan í lögregluþjón og hoppað upp í silfurlitaðan bíl með erlendar númeraplötur."

„Ég var sá óheppni að vera á silfurlituðum bíl á erlendum númeraplötum akkúrat á þessum tíma."

„Það er svolítið fyndið að einn af sérsveitarmönnunum sem var kallaður út var kunningi Hemma Hreiðars. Við höfðum verið í barnaafmæli saman tveimur helgum áður. Hann kannaðist strax við mig. Hemma fannst þetta geggjað fyndið en ég skal eins og hrísla. Þetta var sjokkerandi reynsla."

Smelltu hér til að sjá Ólaf tala um þessa ótrúlegu bílferð."

Sjá einnig:
Frétt Fótbolta.net af málinu frá 2007
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner