Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 20. apríl 2018 13:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verður Aguero til gegn Íslandi? - Guardiola vonar það
Icelandair
Aguero í leik með Manchester City.
Aguero í leik með Manchester City.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur staðfest að sóknarmaðurinn Sergio Aguero spili ekki meiri fótbolta á þessu tímabili.

Aguero fór á þriðjudag í aðgerð í Barcelona vegna hnémeiðsla en hann hefur ekkert byrjað leik síðan 4. mars síðastliðinn.

„Tímabilið hans hérna er búið. Hann verður frá í fjórar eða fimm vikur. Vonandi verður hann tilbúinn fyrir HM og fyrir næsta tímabil," sagði Guardiola við blaðamenn í dag.

Ef Aguero verður heill þá verður hann í argentíska landsliðshópnum sem fer til Rússlands. Fyrsti leikur Argentínu á mótinu er gegn Íslandi í Moskvu 16. júní en læknir argentíska landsliðið er hræddur um að Aguero verði ekki 100% gegn Íslandi.

Ef Aguero missir af leiknum gegn Íslandi þá verða það ef til vill ekki of skelfileg tíðindi fyrir Argentínu sem er með gríðarlega breidd í sókninni.
Athugasemdir
banner
banner