Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 20. apríl 2018 08:53
Magnús Már Einarsson
Wenger hættir með Arsenal í sumar (Staðfest)
Kveður í sumar.
Kveður í sumar.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur staðfest að hann muni hætta hjá félaginu í sumar eftir tæplega 22 ár við stjórnvölinn. Hinn 68 ára gamli Wenger gerði nýjan tveggja ára samning við Arsenal í fyrrasumar en hann hefur nú ákveðið að hætta eftir núverandi tímabil.

„Eftir vandlega íhugun og viðræður við félagið þá tel ég að þetta sé rétti tíminn fyrir mig til að stíga til hliðar," sagði Wenger á fréttamannafundi í dag.

„Ég er þakklátur fyrir að hafa notið þeirra forréttinda að þjónusta félagið í svona mörg eftirminnileg ár. Ég stýrði félaginu af fullum hug og af heilindum."

„Ég vil þakka starfsfólkinu, leikmönnum, stjórnarmönnum og stuðningsmönnum sem gera þetta félag svona sérstakt. Ég bið stuðningsmenn um að standa saman til að hjálpa okkur að enda vel. Ég bið alla sem elska Arsenal að huga að gildum félagsins."


Arsenal er í sjötta sæti í ensku úrvaldseildinni í augnablikinu og möguleikar liðsins á Meistaradeilarsæti velta á því að vinna Evrópudeildina þar sem andstæðingurinn er Atletico Madrid í undanúrslitum.

Arsenal hefur þrívegis unnið ensku úrvaldseildina undir stjórn Wenger og sjö sinnum enska bikarinn. Liðið vann tvöfalt undir hans stjórn árin 1998 og 2002.

Wenger hefur samtals stýrt Arsenal í 823 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á ferli sínum. Tapið gegn Newcastle um síðustu helgi var það ellefta á tímabilinu hjá Arsenal en það er jöfnun á meti undir stjórn Wenger. Margir stuðningsmenn Arsenal hafa kallað eftir því að Wenger láti af störfum og nú er ljóst að hann gerir það í sumar.

Sjá einnig:
Wenger styður Patrick Vieira sem framtíðarstjóra Arsenal
Athugasemdir
banner
banner
banner