Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fös 20. apríl 2018 19:00
Ingólfur Stefánsson
Zaha: Sé mig ekki spila annars staðar
Mynd: Getty Images
Wilfried Zaha hefur átt frábært tímabil hjá Crystal Palace þrátt fyrir misjafnt gengi liðsins. Zaha hefur verið orðaður við Englandsmeistara Manchester City og Tottenham en leikmaðurinn segist ánægður hjá Palace.

Zaha yfirgaf Palace árið 2013 og fór til Manchester United en sneri aftur einungis ári síðar. Hann segist ekki sjá fyrir sér að spila annars staðar en hjá Crystal Palace.

Í viðtali við heimasíðu félagsins sagði leikmaðurinn: „Crystal Palace er heimili mitt. Stuðningurinn sem við fáum er ekta, leikmennirnir eru dáðir. Ég sé mig ekki fyrir mér neins staðar annars staðar."

„Ég er að njóta fótboltans hér. Ég vonast til þess að við náum að sýna stöðugleika á næstu árum og hættum að þurfa að hafa áhyggjur af fallbaráttunni."


Zaha sem verður í baráttunni með Crystal Palace gegn Watford í ensku úrvalsdeildinni um helgina nýtti einnig tækifærið og hrósaði Roy Hodgson stjóra liðsins.

„Hann hefur alltaf haft trú á okkur. Við þurfum að sýna að við eigum hana skilið og hlusta á það sem hann hefur að segja. Hann hefur verið lengi í fótboltanum."
Athugasemdir
banner
banner
banner