Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   þri 20. maí 2014 22:55
Alexander Freyr Tamimi
Fylkisstelpur í krummafót gegn Blikum - Sjáðu það helsta
Hin yfirleitt markheppna Anna Björg fór illa með mörg góð færi í kvöld.
Hin yfirleitt markheppna Anna Björg fór illa með mörg góð færi í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikastúlkur voru heppnar að fá stig.
Blikastúlkur voru heppnar að fá stig.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markalaust jafntefli var niðurstaðan þegar Fylkir og Breiðablik mættust í bongóblíðu í Pepsi-deild kvenna á gervigrasinu í Árbæ í kvöld. Hægt er að sjá svipmyndir úr leiknum í sjónvarpinu hér að ofan.

Ekki vantaði færin í þessum leik, sem langflest voru í boði Fylkisstúlkna, en inn fyrir línuna fór boltinn ekki og þurftu liðin að sætta sig við að taka eitt stig hvort.

Fylkisstúlkur, sem eru komnar aftur upp í Pepsi-deildina eftir eins árs fjarveru, hleyptu gestunum úr Kópavogi aldrei inn í leikinn og gáfu fá færi á sér. Að sama skapi var lið Fylkis skeinuhætt fram á við og skapaði sér nokkur góð færi. Hermann Hreiðarsson var duglegur að öskra stelpurnar áfram og þær börðust vel.

Það var sérstaklega í seinni hálfleiknum sem Fylkisstúlkur óðu í færum. Anna Björg Björnsdóttir klúðraði í hvert skiptið á fætur öðru eftir að hafa stungið varnarmenn Breiðabliks af. Hún var trekk í trekk komin ein í gegn en tókst aldrei að koma boltanum í netið.

Í nokkur skipti skaut hún framhjá og í eitt skiptið þrumaði hún boltanum í slána. Þó Anna hafi verið sú sem flest færin misnotaði, þá áttu liðsfélagar hennar einnig nokkur góð færi en án þess þó að uppskera mark.

Breiðablik sýndi aftur á móti ekki sitt rétta andlit í kvöld. Liðið sem byrjaði mótið á að vinna 1-0 sigur gegn Stjörnunni, sem fór í gegnum síðasta tímabil með fullt hús stiga, fann sig aldrei í kvöld. Þær sköpuðu sér nokkur hálffæri og áttu skalla í tréverkið á lokasekúndu leiksins, en að því frátöldu var lítið að ganga upp hjá þeim.

Í heildina litið voru Blikar ljónheppnar með að yfirgefa Árbæinn með stig í farteskinu. Það leit einfaldlega út fyrir það að sóknarmenn Fylkis hefðu klætt sig í krummafót í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner