Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
banner
   þri 20. maí 2014 22:55
Alexander Freyr Tamimi
Fylkisstelpur í krummafót gegn Blikum - Sjáðu það helsta
Hin yfirleitt markheppna Anna Björg fór illa með mörg góð færi í kvöld.
Hin yfirleitt markheppna Anna Björg fór illa með mörg góð færi í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikastúlkur voru heppnar að fá stig.
Blikastúlkur voru heppnar að fá stig.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markalaust jafntefli var niðurstaðan þegar Fylkir og Breiðablik mættust í bongóblíðu í Pepsi-deild kvenna á gervigrasinu í Árbæ í kvöld. Hægt er að sjá svipmyndir úr leiknum í sjónvarpinu hér að ofan.

Ekki vantaði færin í þessum leik, sem langflest voru í boði Fylkisstúlkna, en inn fyrir línuna fór boltinn ekki og þurftu liðin að sætta sig við að taka eitt stig hvort.

Fylkisstúlkur, sem eru komnar aftur upp í Pepsi-deildina eftir eins árs fjarveru, hleyptu gestunum úr Kópavogi aldrei inn í leikinn og gáfu fá færi á sér. Að sama skapi var lið Fylkis skeinuhætt fram á við og skapaði sér nokkur góð færi. Hermann Hreiðarsson var duglegur að öskra stelpurnar áfram og þær börðust vel.

Það var sérstaklega í seinni hálfleiknum sem Fylkisstúlkur óðu í færum. Anna Björg Björnsdóttir klúðraði í hvert skiptið á fætur öðru eftir að hafa stungið varnarmenn Breiðabliks af. Hún var trekk í trekk komin ein í gegn en tókst aldrei að koma boltanum í netið.

Í nokkur skipti skaut hún framhjá og í eitt skiptið þrumaði hún boltanum í slána. Þó Anna hafi verið sú sem flest færin misnotaði, þá áttu liðsfélagar hennar einnig nokkur góð færi en án þess þó að uppskera mark.

Breiðablik sýndi aftur á móti ekki sitt rétta andlit í kvöld. Liðið sem byrjaði mótið á að vinna 1-0 sigur gegn Stjörnunni, sem fór í gegnum síðasta tímabil með fullt hús stiga, fann sig aldrei í kvöld. Þær sköpuðu sér nokkur hálffæri og áttu skalla í tréverkið á lokasekúndu leiksins, en að því frátöldu var lítið að ganga upp hjá þeim.

Í heildina litið voru Blikar ljónheppnar með að yfirgefa Árbæinn með stig í farteskinu. Það leit einfaldlega út fyrir það að sóknarmenn Fylkis hefðu klætt sig í krummafót í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner