Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   þri 20. maí 2014 22:55
Alexander Freyr Tamimi
Fylkisstelpur í krummafót gegn Blikum - Sjáðu það helsta
Hin yfirleitt markheppna Anna Björg fór illa með mörg góð færi í kvöld.
Hin yfirleitt markheppna Anna Björg fór illa með mörg góð færi í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikastúlkur voru heppnar að fá stig.
Blikastúlkur voru heppnar að fá stig.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markalaust jafntefli var niðurstaðan þegar Fylkir og Breiðablik mættust í bongóblíðu í Pepsi-deild kvenna á gervigrasinu í Árbæ í kvöld. Hægt er að sjá svipmyndir úr leiknum í sjónvarpinu hér að ofan.

Ekki vantaði færin í þessum leik, sem langflest voru í boði Fylkisstúlkna, en inn fyrir línuna fór boltinn ekki og þurftu liðin að sætta sig við að taka eitt stig hvort.

Fylkisstúlkur, sem eru komnar aftur upp í Pepsi-deildina eftir eins árs fjarveru, hleyptu gestunum úr Kópavogi aldrei inn í leikinn og gáfu fá færi á sér. Að sama skapi var lið Fylkis skeinuhætt fram á við og skapaði sér nokkur góð færi. Hermann Hreiðarsson var duglegur að öskra stelpurnar áfram og þær börðust vel.

Það var sérstaklega í seinni hálfleiknum sem Fylkisstúlkur óðu í færum. Anna Björg Björnsdóttir klúðraði í hvert skiptið á fætur öðru eftir að hafa stungið varnarmenn Breiðabliks af. Hún var trekk í trekk komin ein í gegn en tókst aldrei að koma boltanum í netið.

Í nokkur skipti skaut hún framhjá og í eitt skiptið þrumaði hún boltanum í slána. Þó Anna hafi verið sú sem flest færin misnotaði, þá áttu liðsfélagar hennar einnig nokkur góð færi en án þess þó að uppskera mark.

Breiðablik sýndi aftur á móti ekki sitt rétta andlit í kvöld. Liðið sem byrjaði mótið á að vinna 1-0 sigur gegn Stjörnunni, sem fór í gegnum síðasta tímabil með fullt hús stiga, fann sig aldrei í kvöld. Þær sköpuðu sér nokkur hálffæri og áttu skalla í tréverkið á lokasekúndu leiksins, en að því frátöldu var lítið að ganga upp hjá þeim.

Í heildina litið voru Blikar ljónheppnar með að yfirgefa Árbæinn með stig í farteskinu. Það leit einfaldlega út fyrir það að sóknarmenn Fylkis hefðu klætt sig í krummafót í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner