Það má búast við harðri baráttu á Skaganum á morgun þegar ÍA og Fylkir eigast við í Pepsi-deildinni. Að loknum fjórum umferðum eru Skagamenn með þrjú stig en Árbæingar eru stigalausir á botninum.
Við heyrðum í Árna Snæ Ólafssyni, markverði ÍA, og byrjuðum að spyrja hann hvernig honum litist á þennan mikilvæga leik.
„Mér lýst bara mjög vel á hann og liðið vel stemmt svo er bara alltaf skemmtilegast að spila mikilvæga leiki," segir Árni sem tekur undir það að kappið gæti borið fegurðina ofurliði.
„Jú maður býst alltaf við því á þessum tíma ársins þegar vellirnir eru kannski ekki upp á sitt besta og hvað þá hjá liðum sem kannski eru búinn að vera ströggla smá, þá er það oftar en ekki liðið sem er ofan á í baráttunni sem sækir þrjú stig."
Hvað þurfa Skagamenn að gera til að bæta sína spilamennsku?
„Það er náttúrulega of mikið að vera búnir að fá á sig 9 mörk í 4 leikjum þannig við getum skerpt á fókusnum í varnarleiknum, svo kannski vera aðeins meira „cool" á því þegar við erum með boltann. Fylkismenn mæta líklega dýrvitlausir og tilbúnir að berjast fyrir öllum stigunum sem er í boði."
Árni býst við góðri mætingu.
„Já það er 100% það er alltaf góð mæting á Skaganum og líklega verður sól og blíða sem trekkir enn meira fólk á völlinn.," segir Árni Snær.
Leikirnir framundan í Pepsi-deildinni:
laugardagur 21. maí
16:00 ÍA-Fylkir (Norðurálsvöllurinn)
sunnudagur 22. maí
17:00 ÍBV-Víkingur R. (Hásteinsvöllur)
19:15 Valur-Þróttur R. (Valsvöllur)
19:15 Fjölnir-Víkingur Ó. (Fjölnisvöllur)
20:00 Breiðablik-KR (Kópavogsvöllur)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir