Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 20. maí 2018 15:30
Ívan Guðjón Baldursson
Alexander-Arnold: Hef æft fyrir þetta í 13 ár
Mynd: Getty Images
Trent Alexander-Arnold segist vera tilbúinn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem Liverpool mætir Real Madrid í Kænugarði.

Alexander-Arnold er aðeins 19 ára gamall en hefur átt mjög gott tímabil og spilaði alla leiki Liverpool í útsláttarkeppninni, að undanskildum seinni leiknum gegn Porto í 16-liða úrslitunum.

Táningurinn fær það verkefni að passa Cristiano Ronaldo er liðin mætast, en honum gekk mjög vel að hafa gætur á Leroy Sane í 8-liða úrslitunum gegn Manchester City.

„Ég hef verið að æfa fyrir þetta í 13 ár án þess að vita það. Ég mun halda áfram að leggja mikið á mig á æfingum næstu daga til að verða betri," sagði Alexander-Arnold.

„Það sem skiptir máli er að vera duglegur, hugsa um sjálfan sig og eiga góðan leik."

Alexander-Arnold hefur aldrei spilað fyrir enska A-landsliðið en er í 23 manna hópi Gareth Southgate sem fer til Rússlands. Hann á 32 leiki að baki fyrir yngri landsliðin.

„Mig hefur alltaf dreymt um að fara á HM en ég bjóst ekki við að það myndi gerast svona snemma."
Athugasemdir
banner
banner
banner