Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 20. maí 2018 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Balotelli aftur í ítalska landsliðið eftir fjögur ár í burtu
Balotelli er mættur aftur í landsliðið.
Balotelli er mættur aftur í landsliðið.
Mynd: Getty Images
Mario Balotelli hefur verið kallaður upp í ítalska landsliðið að nýju eftir fjögurra ára útlegð.

Roberto Mancini er tekinn við landsliðinu, en hann og Balotelli unnu saman hjá bæði Manchester City og Inter Milan. Hinn 27 ára gamli Balotelli var ekki inn í myndinni hjá Antonio Conte og Gian Piero Ventura. Hann er hins vegar í fyrsta hóp Mancini sem tók við landsliðinu í síðustu viku.

Ítalía er að fara að spila vináttulandsleiki við Sádí-Arabíu, Frakkland og Holland fyrir HM í Rússlandi. Það er mót sem Ítalía komst eftirminnilega ekki á.

Balotelli hefur skilað góðu starfi hjá Nice síðustu tvö ár en hann er nú
sagður á leið til Marseille.

30 manna hópur Ítalíu:
Gianluigi Donnarumma (AC Milan), Mattia Perin (Genoa), Salvatore Sirigu (Torino); Leonardo Bonucci (AC Milan), Mattia Caldara (Atalanta), Domenico Criscito (Zenit), Danilo D’Ambrosio (Inter), Mattia De Sciglio (Juventus), Emerson Palmieri (Chelsea), Alessio Romagnoli (AC Milan), Daniele Rugani (Juventus), Davide Zappacosta (Chelsea); Daniele Baselli (Torino), Giacomo Bonaventura (AC Milan), Bryan Cristante (Atalanta), Alessandro Florenzi (Roma), Jorginho (Napoli), Rolando Mandragora (Crotone), Claudio Marchisio (Juventus), Lorenzo Pellegrini (Roma); Mario Balotelli (Nice), Andrea Belotti (Torino), Domenico Berardi (Sassuolo), Federico Bernardeschi (Juventus), Federico Chiesa (Fiorentina), Ciro Immobile (Lazio), Lorenzo Insigne (Napoli), Matteo Politano (Sassuolo), Simone Verdi (Bologna), Simone Zaza (Valencia)
Athugasemdir
banner
banner
banner