Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 20. maí 2018 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Benitez: Freistandi að fá Torres til Newcastle
Mynd: Getty Images
Fernando Torres er á förum frá Atletico Madrid í sumar eftir að hafa unnið Evrópudeildarbikarinn á fimmtudaginn. Atletico leikur sinn síðasta leik á tímabilinu í dag og þar verður Torres væntanlega heiðraður á einhvern hátt.

Torres er uppalinn hjá Atletico og goðsögn hjá félaginu. Hann hefur líka spilað á Englandi og Ítalíu, með Liverpool, Chelsea og AC Milan. Hans bestu tímar voru hjá Liverpool.

Hjá Liverpool og Chelsea spilaði hann m.a. undir stjórn Rafa Benitez. Benitez er í dag stjóri Newcastle en hann ræddi um Torres í viðtali við Marca sem birt var í gær. Er möguleiki á því að Torres fari til Newcastle?

„Það væri freistandi," viðurkenndi Benitez. „En ég held að það muni ekki gerast. Það verður erfitt að fá hann hingað, og það er ekki vegna þess að við viljum hann ekki. Ég veit ekki hvað hann hugsar, en hann er kannski að hugsa um eitthvað annað."

Líklegt verður að teljast að hinn 34 ára gamli Torres endi á stað eins og Kína eða Bandaríkjunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner