Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 20. maí 2018 12:30
Ívan Guðjón Baldursson
Courtois ákveður framtíðina eftir HM
Mynd: Getty Images
Framtíð Thibaut Courtois er í mikilli óvissu eftir sigur Chelsea í úrslitaleik FA bikarsins.

Courtois segist ekki vita hvar framtíðin liggi en nokkuð ljóst er að hann vill fara ef liðið verður ekki styrkt í sumar. Samningur Belgans rennur út sumarið 2019.

„Eins og ég hef sagt undanfarna mánuði þá kemur það í ljós eftir HM hvort ég verði áfram hjá Chelsea á næsta tímabili," sagði Courtois.

„Félagið verður að kaupa leikmenn í sumar, sérstaklega ef litið er til upphæðanna sem City og United eru að fjárfesta. Við verðum að vera samkeppnishæfir, þrátt fyrir galinn leikmannamarkað þar sem varnarmaður getur kostað 80 milljónir."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner