Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 20. maí 2018 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Favre búinn að segja upp - Að taka við Dortmund?
Lucien Favre.
Lucien Favre.
Mynd: Getty Images
Svisslendingurinn Lucien Favre hefur sagt upp starfi sínu hjá Nice í Frakklandi og verður væntanlega næsti stjóri Dortmund.

Hinn 60 Favre hefur stjórnað Nice í tvö ár. Á sínu fyrsta tímabili stýrði hann liðinu í þriðja sæti frönsku deildarinnar, en á þessu tímabili endaði liðið í áttunda sæti.

„Þetta var minn síðasti leikur með Nice. Þessi tvö ár hafa verið frábær," sagði Favre eftir 3-2 tap við Lyon í gær.

Peter Stoger hætti með Dortmund eftir að tímabilinu lauk, en Favre vildi ekki tjá sig um Dortmund í gær þrátt fyrir að það sé nánast talið víst að hann sé að taka við þýska liðinu.

„Ég er að fara frá Nice, ég get ekki sagt meira."

Dortmund hefur gengið illa að halda í þjálfara síðan Jurgen Klopp hætti 2015. Vonandi fyrir þá gulu er Favre rétti maðurinn.



Athugasemdir
banner
banner