banner
   sun 20. maí 2018 08:00
Ingólfur Stefánsson
Ginola: Martial gæti þurft að yfirgefa United
Mynd: Getty Images
David Ginola segir að það hljóti að vera freistandi fyrir Anthony Martial að yfirgefa Manchester United eftir að ljóst varð að hann væri ekki í leikmannahópi Frakklands fyrir HM í Rússlandi.

Martial var ekki í 23 manna hópi Didier Deschamps en er á lista yfir menn sem gætu enn komið inn í hópinn. Hann var í byrjunarliði Frakklands í síðasta vináttulandsleik í Mars og því komu tíðindin töluvert á óvart.

Valið kemur í kjölfarið á erfiðu tímabili hjá United þar sem að Martial hefur verið á eftir Alexis Sanchez í röðinni.

„Aðal ástæðan fyrir því að Martial er ekki í hópnum er að hann er ekki að spila reglulega hjá félagsliði sínu," sagði Ginola.

„Deschamps er með gífurlega marga valmöguleika eins og Kylian Mbappe og Antoine Griezmann sem hafa verið mjög góðir. Þannig það er ekki eins og Martial eigi fast sæti ef hann er ekki að spila."

„Leikmenn eins og Martial þurfa að spila og skora mörk. Ef hann fær ekki tækifæri hjá United þá þarf hann að leita annað."

Martial kom inn á sem varamaður og spilaði síðustu mínúturnar þegar Man Utd tapaði fyrir Chelsea í bikarúrslitum í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner