Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 20. maí 2018 22:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Holland Evrópumeistari U17 eftir sigur á Ítalíu
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag.
Mynd: Getty Images
Holland er Evrópumeistari U17 eftir sigur á Ítalíu en leikið var til úrslita í dag.

Jurrien Maduro kom Hollandi yfir í fyrri hálfleik en Ítalía jafnaði metinn eftir rúmlega klukkutíma leik með marki Samuele Ricci. Ítalir komust yfir aðeins tveimur mínútum síðar er Alessio Riccardi skoraði.

Brian Brobbey jafnaði metinn á 72. mínútu og þar við sat eftir venjulegan leiktíma, því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni.

Holland sem sigraði England í undanúrslitum í vítaspyrnukeppni voru öflugri á punktinum og skoruðu úr fjórum spyrnum gegn einni spyrnu Ítalíu.

Þetta er í þriðja skiptið sem Holland vinnur Evrópumeistaratitilinn í þessum aldursflokki.

Holland 2-2 Ítalía
0-1 Jurrien Maduro ('46)
1-1 Samuele Ricci ('61)
2-1 Alessio Riccardi ('63)
2-2 Brian Brobbey ('74)
4-1 í vítaspyrnukeppni
Athugasemdir
banner
banner