Daniel Garcerán, Carlos Dominguez, Miguel Martínez og Hilmar Þór Kárason skrifa undir á lokadegi félagaskiptagluggans og stoltu meistaraflokksráði ásamt Þjálfaranum Hámundi Erni Helgasyni.
Kormákur/Hvöt var að bæta töluvert við sig af leikmönnum fyrir komandi átök í 4.deildinni.
Meðal þeirra voru þrír leikmenn sem komu frá Spáni en það eru sóknarmaðurinn Daniel Garcerán Moreno, miðvörðurinn Carlos Dominguez Requena og markmaðurinn Miguel Martínez.
Daniel hefur áður spilað á Íslandi og lék meðal annars með Huginn í 2.deildinni. Kormákur/Hvöt náðu einnig að sækja brottflutta Blönduósinga sem ætla að hjálpa til við það verkefni sem bíður þeirra í erfiðum riðli auk nokkurra sem komu frá Tindastóli.
Þar má nefna þá Hilmar Þór Kárason sem kemur frá ÍR og og svo hann Frosti Bjarnason sem kom frá Vatnaliljum en hann spilaði meðal annars með HK árið 2014.
Nú er spurning hvort fleiri brottfluttir heimamenn sem hafa leikið í efri deildum freistist til að fara heim og taka þátt í þessu forvitnilega verkefni sem Meistaraflokkurinn í Húnaþingi er að leggja af stað í.
Athugasemdir