sun 20. maí 2018 15:07
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Tryggvi Hrafn og Höskuldur í stuði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Smárason og Haukur Heiðar Hauksson sátu báðir á bekknum í toppslag sænsku efstu deildarinnar, þar sem AIK hafði betur gegn Hammarby með einu marki gegn engu.

Tarik Elyounoussi gerði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 80. mínútu en leikurinn sjálfur var algjörlega í járnum.

Það var meiri gleði meðal Íslendinganna í B-deildinni þar sem Halmstad lagði Varnamo á útivelli.

Höskuldur Gunnlaugsson lagði fyrsta mark leiksins upp fyrir Svíann efnilega Gabriel Gudmundsson. Heimamenn jöfnuðu en Tryggvi Hrafn Haraldsson kom Halmstad aftur yfir áður en Gabriel setti þriðja og síðasta mark gestanna í upphafi síðari hálfleiks.

Halmstad ætlar sér upp í efstu deild og er með þrettán stig eftir sjö umferðir. Liðið er fjórum stigum frá toppsætunum.

Hammarby 0 - 1 AIK
0-1 Tarik Elyounoussi ('80, víti)

Varnamo 1 - 3 Halmstad
0-1 G. Gudmundsson ('5)
1-1 A. Jonsson ('18)
1-2 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('25)
1-3 G. Gudmundsson ('55)
Rautt spjald: R. York, Varnamo ('88)
Athugasemdir
banner
banner
banner