Heimir Guðjónsson þjálfari FH kennir sjálfum sér um að liðið hafi tapað fyrir Stjörnunni 3-1 í 16 liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld og segist ekki hafa stillt upp réttu liði eða leikaðferð auk þess sem agaleys sé í liðinu.
,,Það sem bregst í dag er að þjálfarinn stillti upp vitlausu liði, vitlausri leikaðferð og var ekki nógu klókur. Þess vegna tapaði FH liðið þessum leik. Ég tek þetta tap algjörlega á mig," sagði Heimir.
,,Það sem við vorum að gera og settum upp fyrir leikinn gekk ekki upp og þess vegna töpuðum við leiknum. Liðsuppstillingin á liðinu var ekki rétt svo maður hlýtur að þurfa að spyrja sig spurninga þegar FH tapar. Líka í ljósi þess að FH hefur alltaf verið agað og skipulagt lið og agaleysið sem var til staðar á ekki að sjást hjá FH."
,,Ég er bara að segja að ég gerði mistök með því að stilla þessu svona upp og ef ég er ekki að ná til hópsins þá hef ég ekki mikið að gera hér lengur. Ég gerði mistök í þessum leik og ef þjálfarinn gerir mistök þá þarf hann að taka á sig líka."
Nánar er rætt við Heimi í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir





















