Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   fös 20. júní 2014 13:00
Arnar Daði Arnarsson
Gummi Ben: Vælum ekki yfir þessu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dregið var í 8-liða úrslit Borgunarbikars karla í hádeginu í dag og stórleikur umferðarinnar er án efa leikur Breiðabliks og KR á Kópavogsvelli. Guðmundur Benediktsson þjálfari Breiðabliks viðurkennir að hann hafi óskað eftir öðrum mótherjum en vælir þó ekkert yfir þessum drætti.

,,Ég var ekki búinn að óska sérstaklega eftir þessu. Ég hugsa að við hefðum getað fundið eitthvað annað lið sem hefði kannski orðið þæginlegri andstæðingur en það er ekkert við því að gera. Það er alltaf gaman að mæta KR og það eru alltaf hörkuleikir þegar KR á í hlut," sagði Gummi Ben. sem lék um tíð með KR-ingum.

,,Við erum ekki að væla yfir þessu. Þetta verður vonandi hörkuleikur og maður þarf alltaf að mæta bestu liðunum til þess að vinna bikarinn og afhverju ekki að mæta KR núna?"

Breiðablik komst í 8-liða úrslitin eftir 3-1 sigur á Þór í gærkvöldi. Leikurinn fór í framlengingu og þykir Gumma það hafa verið óþarfi og hefði viljað klára leikinn í venjulegum leiktíma,

,,Ég er feginn að hafa unnið þá. Mér fannst hinsvegar óþarfi að fara í framlengingu því það er stutt á milli leikja þessa dagana og við eigum Víking núna á sunnudaginn í mjög erfiðum leik. Þess vegna hefði ég frekar viljað sleppa því að fara í erfiða framlengingu á þungum velli í gær."

Breiðablik eru komnir í 8-liða úrslitin þrátt fyrir að hafa einungis unnið einn leik í venjulegum leiktíma í sumar. Gummi segir að Breiðablik stefni á að breyta því gengi og er strax byrjaður að undirbúa liðið fyrir erfiðan útileik á sunnudaginn gegn Víking R.

,,Við stefnum á að fara breyta því fljótlega. Við getum ekki verið að spá í því alla daga. Það virðast vera nóg af fjölmiðlum sem eru að spá í því hvað við erum búnir að vinna marga leiki. Við erum að líta fram á við og erum strax farnir að líta á næsta leik og það verður gríðarlega erfitt verkefni því Víkingarnir hafa verið sterkir og við verðum að vera í okkar besta formi til að taka stig þar," sagði
Athugasemdir
banner