Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   fös 20. júní 2014 13:00
Arnar Daði Arnarsson
Gummi Ben: Vælum ekki yfir þessu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dregið var í 8-liða úrslit Borgunarbikars karla í hádeginu í dag og stórleikur umferðarinnar er án efa leikur Breiðabliks og KR á Kópavogsvelli. Guðmundur Benediktsson þjálfari Breiðabliks viðurkennir að hann hafi óskað eftir öðrum mótherjum en vælir þó ekkert yfir þessum drætti.

,,Ég var ekki búinn að óska sérstaklega eftir þessu. Ég hugsa að við hefðum getað fundið eitthvað annað lið sem hefði kannski orðið þæginlegri andstæðingur en það er ekkert við því að gera. Það er alltaf gaman að mæta KR og það eru alltaf hörkuleikir þegar KR á í hlut," sagði Gummi Ben. sem lék um tíð með KR-ingum.

,,Við erum ekki að væla yfir þessu. Þetta verður vonandi hörkuleikur og maður þarf alltaf að mæta bestu liðunum til þess að vinna bikarinn og afhverju ekki að mæta KR núna?"

Breiðablik komst í 8-liða úrslitin eftir 3-1 sigur á Þór í gærkvöldi. Leikurinn fór í framlengingu og þykir Gumma það hafa verið óþarfi og hefði viljað klára leikinn í venjulegum leiktíma,

,,Ég er feginn að hafa unnið þá. Mér fannst hinsvegar óþarfi að fara í framlengingu því það er stutt á milli leikja þessa dagana og við eigum Víking núna á sunnudaginn í mjög erfiðum leik. Þess vegna hefði ég frekar viljað sleppa því að fara í erfiða framlengingu á þungum velli í gær."

Breiðablik eru komnir í 8-liða úrslitin þrátt fyrir að hafa einungis unnið einn leik í venjulegum leiktíma í sumar. Gummi segir að Breiðablik stefni á að breyta því gengi og er strax byrjaður að undirbúa liðið fyrir erfiðan útileik á sunnudaginn gegn Víking R.

,,Við stefnum á að fara breyta því fljótlega. Við getum ekki verið að spá í því alla daga. Það virðast vera nóg af fjölmiðlum sem eru að spá í því hvað við erum búnir að vinna marga leiki. Við erum að líta fram á við og erum strax farnir að líta á næsta leik og það verður gríðarlega erfitt verkefni því Víkingarnir hafa verið sterkir og við verðum að vera í okkar besta formi til að taka stig þar," sagði
Athugasemdir