Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
„Ekkert stærsti aðdáandi þess að spila á Kópavogsvelli"
Sneri aftur í landsliðið eftir langa fjarveru - „Mótlætið styrkir mann"
Ekki unnið leik í tæpa tvo mánuði - „Skrítið og auðvitað ekki eins og við viljum hafa það"
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Aron Sig: Við erum með langbesta þjálfara landsins
Höskuldur um tilboð Brann: Heiður fyrir verðandi 31 árs krullhaus
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Böddi: Erum kannski ekki beittustu hnífarnir í skúffunni
Gummi Magg: Klár ef allt gengur eftir í vikunni
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
   fös 20. júní 2014 13:00
Arnar Daði Arnarsson
Gummi Ben: Vælum ekki yfir þessu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dregið var í 8-liða úrslit Borgunarbikars karla í hádeginu í dag og stórleikur umferðarinnar er án efa leikur Breiðabliks og KR á Kópavogsvelli. Guðmundur Benediktsson þjálfari Breiðabliks viðurkennir að hann hafi óskað eftir öðrum mótherjum en vælir þó ekkert yfir þessum drætti.

,,Ég var ekki búinn að óska sérstaklega eftir þessu. Ég hugsa að við hefðum getað fundið eitthvað annað lið sem hefði kannski orðið þæginlegri andstæðingur en það er ekkert við því að gera. Það er alltaf gaman að mæta KR og það eru alltaf hörkuleikir þegar KR á í hlut," sagði Gummi Ben. sem lék um tíð með KR-ingum.

,,Við erum ekki að væla yfir þessu. Þetta verður vonandi hörkuleikur og maður þarf alltaf að mæta bestu liðunum til þess að vinna bikarinn og afhverju ekki að mæta KR núna?"

Breiðablik komst í 8-liða úrslitin eftir 3-1 sigur á Þór í gærkvöldi. Leikurinn fór í framlengingu og þykir Gumma það hafa verið óþarfi og hefði viljað klára leikinn í venjulegum leiktíma,

,,Ég er feginn að hafa unnið þá. Mér fannst hinsvegar óþarfi að fara í framlengingu því það er stutt á milli leikja þessa dagana og við eigum Víking núna á sunnudaginn í mjög erfiðum leik. Þess vegna hefði ég frekar viljað sleppa því að fara í erfiða framlengingu á þungum velli í gær."

Breiðablik eru komnir í 8-liða úrslitin þrátt fyrir að hafa einungis unnið einn leik í venjulegum leiktíma í sumar. Gummi segir að Breiðablik stefni á að breyta því gengi og er strax byrjaður að undirbúa liðið fyrir erfiðan útileik á sunnudaginn gegn Víking R.

,,Við stefnum á að fara breyta því fljótlega. Við getum ekki verið að spá í því alla daga. Það virðast vera nóg af fjölmiðlum sem eru að spá í því hvað við erum búnir að vinna marga leiki. Við erum að líta fram á við og erum strax farnir að líta á næsta leik og það verður gríðarlega erfitt verkefni því Víkingarnir hafa verið sterkir og við verðum að vera í okkar besta formi til að taka stig þar," sagði
Athugasemdir
banner
banner