Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 20. júní 2017 23:30
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
EM U21: Spánverjar komnir áfram eftir sigur á Portúgal
Saúl Niguez skoraði fyrir Spánverja í kvöld
Saúl Niguez skoraði fyrir Spánverja í kvöld
Mynd: Getty Images
Tveir leikir fóru fram á Evrópumóti undir 21 árs landsliða í dag. Leikið var í B riðli.

Í kvöld tóku Spánverjar á móti grönnum sínum í Portúgal. Saúl Niguez, leikmaður Atletico Madrid, kom Spánverjum yfir eftir rúmar tuttugu mínútur eftir laglegan einleik og þannig var staðan í hálfleik.

Það var síðan Sandro Ramirez, leikmaður Malaga, sem er mikið orðaður við Everton þessa dagana, sem skoraði annað mark Spánverja áður en varamaðurinn Bruma minnkaði muninn fyrir Portúgal með frábæru marki. Inaki Williams innsiglaði sigur Spánverja í uppbótartíma og eru Spánverjar því komnir áfram í undanúrslit keppninnar en Portúgalir verða að vinna Makedóníu í síðasta leik sínum og vonast eftir hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum til að eiga möguleika á að komast í undanúrslitin.

Í hinum leik riðilsins mættust Serbar og Makedónar. Serbar komust yfir á 24.mínútu með marki frá Mijat Gacinovic. Makedónar hresstust í seinni hálfleik og komust yfir með tveimur mörkum. Fyrst var það Enis Bardhi sem skoraði úr víti áður en Nikola Gjorgjev kom þeim yfir þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum. Serbum tókst hins vegar að jafna leikinn á 90.mínútu en þar var að verki Uros Djurdjevic. Jafnteflið þýddi að hvorugt liðið á möguleika að komast áfram.

Portúgal U21 1-3 Spánn U21
0-1 Saúl Niguez ('21)
0-2 Sandro Ramirez ('64)
1-2 Bruma ('77)
1-3 Inaki Williams ('93)

Serbía U21 2-2 Makedónía U21
1-0 Mijat Gacinovic ('24)
1-1 Enis Bardhi ('64, víti)
1-2 Nikola Gjorgjev ('83)
2-2 Uros Djurdjevic ('90)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner